Innlent

Kristján Hinrik og morðinginn voru félagar

Kristján Hinrik Þórsson var myrtur í Tulsa um helgina.
Kristján Hinrik Þórsson var myrtur í Tulsa um helgina.
Kristján Hinrik Þórsson, sem myrtur var í Tulsa um helgina, þekkti manninn sem grunaður er um að hafa myrt hann. Þetta staðfestir Dave Walker, yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Tulsa í samtali við fréttastofu. Meintur morðingi var handtekinn í Marianna í Arkansas í gærkvöld, í um sex klukkustunda akstursfjarlægð frá Tulsa.

„Við vitum að hann þekkti Kristján, en það er ekki víst að hann hafi vitað að það var hann sem var í bílnum þegar hann skaut að honum," segir Dave Walker. Maðurinn þekktist af myndum úr myndavél sem voru á bílastæðinu þar sem morðið var framið. Walker segir að morðinginn, sem heitir Jermaine Jackson, hafi staðfest við fólk að hann hefði skotið og ætlað að koma sér í burtu vegna þess.

Séu fésbókarsíður þeirra Kristjáns Hinriks og Jackson skoðaðar sést að þeir eru fésbókarvinir. Á fésbókasíðu Jacksons sést líka að hann skrifar stöðufærslur þar sem hann segist ætla að fremja morð.

Dave Walker ítrekar að lögreglan haldi sig fast við þá skýringu að Kristján Hinrik og John White, sem einnig var myrtur, hafi verið óheppnir menn á röngum stað þegar morðið var framið. Morðinginn hafi einfaldlega ætlað sér að myrða einhvern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×