Innlent

Fræða lögfræðinga um siðferði

BBI skrifar
Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. Mynd/Stefán Karlsson
Ráðstefna um siðferði lögfræðinga og lagakennslu verður haldin næsta föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Málþingið er haldið í tilefni af 10 ára afmæli lagadeildar HR.

Ráðstefnunni verður skipt í tvo meginhluta. Í fyrri hlutanum munu Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar HR, og Rasmus Kristian Feldhusen, danskur prófessor, velta fyrir sér hvaða eiginleikum lögfræðingar framtíðarinnar þurfi að búa yfir, t.d. þekkingu og siðferði.

Í seinni hluta ráðstefnunnar munu m.a. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, Róbert R. Spanó, deildarforseti lagadeildar HÍ og Sigríður Árnadóttir, saksóknarfulltrúi, takast á við áleitnar spurningar um menntun lögfræðinga og siðferði þeirra.

Ráðstefnan verður haldin milli klukkan 15-17:30 næsta föstudag í HR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×