Erlent

Tveir þriðju karla reykja

Reykingar kosta að minnsta kosti 200 þúsund manns lífið árlega í Indónesíu.
Reykingar kosta að minnsta kosti 200 þúsund manns lífið árlega í Indónesíu. fréttablaðið/AP
Hvergi í heiminum reykja karlar meira en í Indónesíu. Tveir af hverjum þremur körlum eldri en fimmtán ára stunda þar reykingar. Alls búa 80 prósent landsmanna á heimilum þar sem reykt er.

Þegar konur eru taldar með kemur að vísu í ljós að Rússar reykja mest allra þjóða. Reykingahlutfallið þar er 39 prósent, en Indónesía er í öðru sæti með 35 prósent.

Sígarettur eru ódýrar í Indónesíu, tóbaksauglýsingar eru út um allt, og lítið er um reglur sem takmarka reykingar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×