Innlent

Maðurinn sem myrti Hinrik handtekinn

Jermaine Jackson, sem grunaður er um að hafa myrt Kristján Hinrik Þórsson og félaga hans í Tulsa í Oklahoma um helgina hefur verið handtekinn. Það voru lögreglumenn í Arkansas sem handtóku manninn. Hann heitir Jermaine Jackson og er nítján ára gamall.

Lögreglan í Tulsa telur að Jackson hafi skotið Hinrik og félaga hans, sem heitir John White, nærri Quick Trip veitingastað. Hann mun hafa skotið níu skotum inn í bíl sem þeir félagarnir voru inni í. Hinrik dó skömmu eftir skotárásina en White nokkru síðar.



Nánar má lesa um málið á vef News on 6.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×