Erlent

ESB og evrusinnar unnu stórsigur í hollensku þingkosningunum

Marc Rutte hefst strax handa við að mynda nýja stjórn.
Marc Rutte hefst strax handa við að mynda nýja stjórn.
Ríkisstjórn Hollands hélt velli í þingkosningunum þar í gærdag. Raunar vann Frelsis- og lýðsræðisflokkur Marc Rutte forsætisráðherra stórsigur í kosningunum en Frelsisflokkur Geert Wilders beið afhroð.

Þegar búið var að telja yfir 90% atkvæði í morgun var ljóst að flokkur Rutte hafði fengið 41 þingsæti af þeim 150 sem voru í boði og bætti flokkurinn við sig 10 þingsætum. Jafnaðarmenn bættu við sig 9 sætum og fengu 39 þingsæti. Báðir þessir flokkar styðja aðild Hollands að Evrópusambandinu og evrunni.

Flokkur Wilders tapaði hinsvegar 9 sætum, en hann fór úr 24 þingsætum niður í 15 sæti. Wilder byggði kosningabaráttu sína á mikilli andstöðu gegn ESB og evrunni. Græningjar biðu einnig afhroð í kosningunum en þeir töpuðu 7 sætum og náðu aðeins 3 mönnum inn á hollenska þingið.

Marc Rutte segir að hann muni hefjast handa um myndun nýrrar stjórnar strax fyrir hádegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×