Djúpið fær glimrandi dóma JMG skrifar 12. september 2012 12:56 Baltasar Kormákur leikstýrir Djúpinu. Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks fær afbragðs dóma í erlendum fjölmiðlum. Baltasar er meðal annars sagður ná fram áhrifamiklum og raunhæfum senum úti á sjó sem minna á bestu verk leikstjóranna James Cameron og Wolfgang Petersen. Djúpið var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðastliðið föstudagskvöld og fékk hún strax góð viðbrögð en eins og fréttastofa greindi frá á laugardag höfðu Bandaríkjamenn strax sýnt áhuga á að endurgera myndina. Handrit kvimyndarinnar byggir á atburði sem varð árið 1984 en þá sökk skipið Hellisey austur af Heimaey. Fjórir af fimm skipverjum drukknuðu en einum þeirra, Guðlaugur Friðþórsson, tókst að synda sex kílómetra og ná til lands. Sagan er átakamikil og segir í dómi Hollywood Reporter að senur í fyrrihluta myndarinnar sem gerast úti á sjó séu mjög áhrifamiklar og raunhæfar og minni á bestu verk James Cameron, leikstjóra Titanic og Avatar og Wolfgang Petersen, sem meðal annars leikstýrði the Perfect Storm og Das Boot. Gagnrýnandi Hollywood Reporter telur hins vegar myndina missa kraft í seinni hlutanum þar sem Guðlaugur eða Gulli, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, er kominn í land og þarf að takast á við afleiðingar þess að vera á lífi. Þá segir í dómnum að mynd- og hljóðvinnslu myndarinnar sé framúrskarandi og styðji vel við stórbrotna atburðarrásina. New York Times segir í umfjöllun sinni um kvikmyndahátíðina í Toronto að tugir mynda á hátíðinni séu byggðar á raunverulegum atburðum og er þar sérstaklega minnst á sögu Guðlaugs og talað um að ískaldur sjórinn, hvassir steinarnir og óendanlegt svartnætti vofi yfir manninum í sögu um tilveru hans og tómleika. Þá er myndin lofuð í hástert á heimasíðu Screen Daily en þar segir meðal annars að glæsilegt sjónarspil og draugaleg hljóð miskunnarlausrar náttúrunnar ásamt hrífandi söguþræði ætti að lokka til sín marga áhorfendur. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks fær afbragðs dóma í erlendum fjölmiðlum. Baltasar er meðal annars sagður ná fram áhrifamiklum og raunhæfum senum úti á sjó sem minna á bestu verk leikstjóranna James Cameron og Wolfgang Petersen. Djúpið var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðastliðið föstudagskvöld og fékk hún strax góð viðbrögð en eins og fréttastofa greindi frá á laugardag höfðu Bandaríkjamenn strax sýnt áhuga á að endurgera myndina. Handrit kvimyndarinnar byggir á atburði sem varð árið 1984 en þá sökk skipið Hellisey austur af Heimaey. Fjórir af fimm skipverjum drukknuðu en einum þeirra, Guðlaugur Friðþórsson, tókst að synda sex kílómetra og ná til lands. Sagan er átakamikil og segir í dómi Hollywood Reporter að senur í fyrrihluta myndarinnar sem gerast úti á sjó séu mjög áhrifamiklar og raunhæfar og minni á bestu verk James Cameron, leikstjóra Titanic og Avatar og Wolfgang Petersen, sem meðal annars leikstýrði the Perfect Storm og Das Boot. Gagnrýnandi Hollywood Reporter telur hins vegar myndina missa kraft í seinni hlutanum þar sem Guðlaugur eða Gulli, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, er kominn í land og þarf að takast á við afleiðingar þess að vera á lífi. Þá segir í dómnum að mynd- og hljóðvinnslu myndarinnar sé framúrskarandi og styðji vel við stórbrotna atburðarrásina. New York Times segir í umfjöllun sinni um kvikmyndahátíðina í Toronto að tugir mynda á hátíðinni séu byggðar á raunverulegum atburðum og er þar sérstaklega minnst á sögu Guðlaugs og talað um að ískaldur sjórinn, hvassir steinarnir og óendanlegt svartnætti vofi yfir manninum í sögu um tilveru hans og tómleika. Þá er myndin lofuð í hástert á heimasíðu Screen Daily en þar segir meðal annars að glæsilegt sjónarspil og draugaleg hljóð miskunnarlausrar náttúrunnar ásamt hrífandi söguþræði ætti að lokka til sín marga áhorfendur.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira