Innlent

Tungnaréttum frestað um einn dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Söngurinn er alltaf í hávegum hafður í Tungnaréttum en nú frestast hann um einn dag, verður ekki fyrr en sunnudaginn 16. september kl.09:00.  Ljósmynd/Magnús Hlynur
Söngurinn er alltaf í hávegum hafður í Tungnaréttum en nú frestast hann um einn dag, verður ekki fyrr en sunnudaginn 16. september kl.09:00. Ljósmynd/Magnús Hlynur
Loftur Jónsson, fjallkóngur Tungnamanna í Myrkholti í Bláskógabyggð hefur ákveðið að Tungnaréttum verði frestað frá laugardeginum 15. september til sunnudagsins 16. september eða um einn dag. Ástæðan er illviðrið á fjöllum á mánudaginn sem tafði fjallmenn um einn dag. Þá gengur illa að koma fénu fram enda er það þungt af klakakleprum og erfitt að reka féð. Ekki er vitað til þess að réttunum hafa verið frestað áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×