Erlent

Elsta litkvikmynd heimsins fannst á safni í Englandi

Elsta kvikmyndin heimsins sem tekin var upp í lit fannst í vikunni á National Media safninu í Bradford í Englandi.

Myndin var gerð árið 1902 og hafði legið gleymd og grafin í gamalli dós á safninu í 110 ár. Áður var talið að elsta kvikmyndin í lit væri frá árinu 1909.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að um sögulegan fund sé að ræða. Kvikmynd þessi var gerð af Edward Raymond Turner í London en hann fékk fyrsta einkaleyfið á gerð litmynda árið 1899. Turner lést hinsvegar úr hjartaáfalli skömmu eftir gerð myndarinnar.

Myndin verður nú gerð upp og síðan sýnd almenningi á safninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×