Fleiri fréttir

Ökuníðingur á mótorhjóli enn ófundinn

Lögreglan hefur enn ekki handsamað mann sem ók mótorhjóli á ofsahraða eftir Hafnarfjarðarvegi fyrir um tveimur vikum. Lögreglumaður sem veitti honum eftirför á mótorhjóli missti stjórn á hjóli sínu við Kópavogslæk svo hjólið hafnaði úti í læknum.

Kæra framkvæmd forsetakosninganna

Öryrkjabandalag Íslands hefur, að höfðu samráði við lögfræðinga, ákveðið að krefjast ógildinga á forsetakosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Öryrkjabandalagið segir í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum að í ljós hafi komið að við framkvæmd forsetakosninganna 30. júní hafi fötluðu fólki sem ekki gat krossað við sjálft vegna líkamlegrar fötlunar verið gert að notast við aðstoð einstaklings úr kjörstjórn, sem sagt fulltrúa stjórnvalds. Í 5. grein stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins segir að forseti skuli kosinn leynilegri kosningu.

Atriði Of Monsters and Men í Jay Leno

Tónlistaratriðið sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men flutti í spjallþætti Jay Leno á dögunum hefur verið birt á Netinu. Hljómsveitin kom til landsins úr tónleikaferð í byrjun vikunnar og ætlar að halda tónleika í Hljómskálagarðinum um helgina.

Tímaspurning hvenær banaslys hlýst af

Tveggja ára stúlka var hætt komin þegar að hún hékk í gardínusnúru í heimahúsi í síðustu viku. Tildrög slyssins voru þau að rúm barnsins hafði verið fært í annað herbergi deginum áður og komið fyrir við glugga. Telpunni tókst að klifra upp í gluggann og setja snúru úr gardínu um hálsinn á sér með fyrrnefndum afleiðingum. Það voru 9 ára og 16 ára bræður telpunnar sem komu henni til bjargar. Í samtali við móður hennar kom í ljós að litlu mátti muna að ekki fór ver en telpan hékk í snúrunni og var orðin rauð í framann þegar að henni var komið til bjargar. Telpan slapp án teljandi áverka.

Viltu láta pynta þig?

Það var töluverður fjöldi fólks sem fylgdist með því þegar ungliðahreyfing Amnesty á Íslandi sýndi pyntingaraðferðir sem beitt er víða um heim. Tilefnið er alþjóðlegur dagur pyndinga sem haldinn var á dögunum. Fréttamaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á Austurvelli og prófaði þetta sjálf. Að hennar sögn voru þrír félagar í ungliðahreyfingunni sem sýndu hvernig pyndingarnar fara fram, meðal annars með gargandi þungarokkstónlist á hæsta styrk.

Boða til blaðamannafundar vegna njósna

Iceland Express hefur boðað til fréttamannafundar vegna "alvarlegra en jafnframt fáránlegra ásakana" um ólöglegar hleranir, eftir því sem segir í tilkynningu. Fundurinn fer fram kl 15:00 í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Ármúla 7.

Bændur stigu gleðidans í rigningu

Bændur í Valþórsdal stigu gleðidans og fóru með ástaróð til rigningarinnar í gær þegar rigndi í fyrsta sinn í sex vikur á svæðinu.

Eldsvoðinn í Kópavogi rannsakaður

Rannsókn á orsökum eldsvoðans sem varð við Vesturvör 24 í Kópavogi á miðnætti er hafin. Í morgun voru starfsmenn Orkuveitu Reykjavikur og lögreglunnar að kanna vettvang. Gríðarlegur eldur braust út í húsinu, en þar er rekin bílasprautun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út og tók mesta slökkvistarfið um tvo klukkutíma.

Fjórir látnir í gíslatöku

Þrír menn sem voru teknir í gíslingu í Karlsruhe í Þýskalandi í morgun eru látnir, eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Aftenposten. Lögreglan þar segir að gíslatökumaður sé líklegast einn af þeim sem létust. Fram kemur í þýska blaðinu Bild að gíslatökumaðurinn hafi verið með fleira en eitt vopn meðferðis og verið skotglaður. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hver fjöldi látinna er. Svæðið í kringum húsið hefur verið girt af og lögreglan er með aukalið á staðnum. Vitni segja að gíslatökumaðurinn hafi verið með handsprengju í höndunum. Hann hafi verið mjög ógnandi þegar hann tók gíslana.

Vill endurtalningu í Mexíkó

Forsetaframbjóðandi í Mexíkó fer fram á að atkvæðin úr forsetakosningunum um helgina verði talin aftur. Hann sakar nýkjörinn forseta landsins, Pena Nieto, um að brjóta kosningalög.

Gíslataka í Þýskalandi

Vopnaður maður hefur lokað sig af inni í byggingu og heldur þar nokkrum gíslum í borginni Karlsruhe í Suður-Þýskalandi.

HIV heimapróf

Matar- og lyfjaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur samþykkt nýtt heimalyfjapróf fyrir HIV.

Guðseindin að öllum líkindum fundin

Vísindamenn sem vinna við sterkeindahraðal Cern segja að þeir hafi fundið öreind sem að öllum líkindum er Higgs bóseindin en hún hefur gengið undir nafninu guðseindin.

Upprættu stærsta barnaklámshring í sögunni

Lögregluyfirvöld í 141 landi hafa upprætt stærsta barnaklámshring í sögunni. Hundruðir manna hafa verið afhjúpaðir fyrir að skiptast á myndum og myndböndum með barnaklámi þar af 272 einstaklingar eingöngu í Austurríki. Búið er að leggja hald á mikið magn af barnaklámi.

Tvennt slasast í bílveltu

Tvennt slasaðist líttillega þegar bíll valt við Kerið í Grímsnesi um klukkan átta í gærkvöldi.

Eldur í strandveiðibát austan við Papey

Tilkynnt var um eld í strandveiðibát austan við Papey um fimm leytið í morgun. Landhelgisgæslan var að ræsa út björgunarlið þegar skiptstjórinn hafði samband að nýju og sagðist hafa ráðið niðurlögum eldsins og að allt væri í lagi. Björgunarliðið var því afturkallað.

Fundu afarsjaldgæft landakort af Ameríku

Afarsjaldgæft landakort af Ameríku frá 16. öld hefur komið í leitirnar en aðeins var vitað um fjögur eintök af þessu korti áður en það fimmta fannst nýlega inn í bók frá 19. öld.

Sannanir fyrir guðseindinni lagðar fram í dag

Mikil spenna ríkir meðal vísindamanna þennan morguninn þar sem reiknað er með að sannanir fyrir Higgs bóseindinni eða svokallaðri guðseind verði lagðar fram á ráðstefnu í Genf sem hefst nú fyrir hádegið.

Öryggi og verndun er höfuðatriði við Silfru

Þingvallanefnd ákveður á næsta fundi hvort innheimtu umdeilds gjalds fyrir kafara í Silfru verði frestað til 1. september. Nefndarformaðurinn segir áríðandi að stýra aðgangi að gjánni til að vernda umhverfið og tryggja öryggi kafara.

OR leiðrétti lækkun en borgin ekki

Orkuveita Reykjavíkur (OR) leiðrétti þær lækkanir launa sem starfsmenn tóku á sig í janúar 2009 við lok þess árs. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var sú ekki raunin með Reykjavíkurborg, en nú hafa þeir starfsmenn sem heyra undir ákvörðun kjararáðs fengið leiðréttinguna, en aðrir ekki.

Krefst greiningar á orðum um aflimun

Landlæknir skoðar, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Velferðarráðherra segir ekkert hafa komið á sitt borð um málið.

Háttalag trjágeitungsins einsdæmi

„Þetta er algert einsdæmi,“ segir Konráð Magnússon meindýraeyðir hjá meindýraeftirliti Firringar. „Það er svo ólíklegt að þetta geti skeð að ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum.“

Arafat líklega byrlað eitur

Yasser Arafat lést vegna eitrunar. Þetta segja niðurstöður rannsóknar sem rannsóknarstofa í Lausanne í Sviss hefur gert á persónulegum munum Arafats.

Gamall gærukollur í tísku í útlöndum

Gærukollur sem hannaður var fyrir fjörutíu og tveimur árum eykur nú hróður íslenskrar hönnunar víða um heim. Víða er bannað að sitja á kollinum.

Fiskurinn með nælonroðið

Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur frökkum, komst heldur betur í feitt í gær þegar hann fékk 65 kílóa tunglfisk inn á borð til sín. Það var vinveittur sjómaður á Sighvati Bjarnasyni frá Vestmannaeyjum sem færði honum fenginn.

Fékk átján mánuði fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 28 ára mann í átján mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Laugavegi í lok febrúar. Fórnarlambið, óreglumaður á fimmtugsaldri, slasaðist lífshættulega og lá á gjörgæsludeild um tíma.

Húsleit gerð hjá Nicolas Sarkozy

Franska lögreglan gerði húsleit heima hjá Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta. Húsleitin tengdist rannsókn á meintum ólöglegum fjárframlögum í kosningasjóði hans árið 2007.

Slökkvistarfi að ljúka við Vesturvör

Slökkvistarfi er nú að mestu lokið að Vesturvör 24 í Kópavogi. Búið er að slökkva mesta eldinn og verið er að rífa þann hluta hússins sem þarf að rífa til að komast í glæður. Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið í eldinum, en í húsinu var rekið bílasprautunarverkstæði. Eldurinn var verulegur og lagði mikinn reyk yfir Kópavog. Slökkvistarf tók um tvo klukkutíma.

Eldurinn í Kópavogi: Nágrannar beðnir um að loka gluggum

Fólk sem finnur fyrir reykjalykt vegna eldsvoðans í Vesturvör er vinsamlegast beðið um að loka fyrir gluggum í híbýlum sínum. Þetta kemur fram í fréttaskeyti sem slökkviliðið sendi fjölmiðlum nú rétt eftir klukkan hálfeitt.

Eldur í Kópavogi

Eldur kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi nú um miðnættið. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á staðinn. Samkvæmt sjónvarvottum teygja elddungurnar sig langt upp úr húsinu og leggur mikinn reyk yfir.

Vísindamenn: Nei, hafmeyjur eru ekki til

Vísindamenn hjá Hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna birtu heldur sérstaka tilkynningu í vikunni. Þar er því haldið fram að hafmeyjur séu hreint ekki til og að allar vangaveltur um tilurð þeirra séu ekki á rökum reistar.

Vélarvana fiskibátur við Neskaupstað

Landhelgisgæslunni barst í völd aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um 15 sjómílur frá Neskaupstað. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað var kallað út til aðstoðar og er reiknað með að skipið verði komið á staðinn um miðnætti.

Hlakka til að spila á Íslandi eftir ótrúlegt tónleikaferðalag

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er nú komin aftur til landsins eftir vel heppnað tónleikaferðalag um Bandaríkin. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona, segir að sterk vináttutengsl hljómsveitarmeðlima hafi reynst nauðsynleg þegar á ferðalaginu stóð.

Eitt stærsta sterasmyglmál ársins

Þetta er eitt stærsta málið í smygli og innflutningi á sterum á þessu ári, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, um málið þar sem þrír starfsmenn Eimskips voru handteknir á sunnudaginn. Þeir höfðu meðal annars reynt að smygla tíu þúsund steratöflum til landsins.

Tom Cruise geðugur, kurteis og hógvær

Kvikmyndaleikarinn heimsfrægi, Tom Cruise, fékk afmælisgjafir í Veiðivötnum í gærkvöldi í tilefni fimmtugsafmælis síns í dag en hann flaug síðan af landi brott fyrir miðnætti, eftir nítján daga dvöl hérlendis. Tom Cruise leið vel á Íslandi, þrátt fyrir allt, og erlenda kvikmyndatökuliðið var mjög ánægt með hversu vel tökurnar heppnuðust hérlendis.

Vill leysa makríldeiluna fyrir næsta fiskveiðiár

Sjávarútvegsmálastjóri Evrópusambandsins segist hafa sýnt mikinn sveigjanleika í makríldeilunni. Íslensk stjórnvöld þurfi nú að koma til móts við samningsaðila sína. Þá þurfi að finna lausn á málinu fyrir næsta fiskveiðiár.

Húsnæði vantar fyrir útskrifaða sjúklinga á geðdeildum

Um tuttugu einstaklingar með langvinna geðsjúkdóma eru fastir inn á Kleppi og öðrum geðdeildum Landspítalans þar sem þá vantar húsnæði að útskrift lokinni. Lengst hefur sjúklingur beðið í fjögur ár. Kona sem var lögð inn á Klepp fyrir tæpu ári líkir dvölinni við fangavist og harmar að komast ekki út í samfélagið að nýju vegna húsnæðisskorts.

Eldur kom upp á sambýli

Eldur kom upp á sambýli á Selfossi á fimmta tímanum í dag. Um smávægilegan eld var að ræða og náði starfsmaður á sambýlinu að ráða niðurlögum hans.

Sjá næstu 50 fréttir