Innlent

Eitt stærsta sterasmyglmál ársins

BBI skrifar
Þrír starfsmenn Eimskipa voru handteknir á sunnudaginn.
Þrír starfsmenn Eimskipa voru handteknir á sunnudaginn.
Þetta er eitt stærsta málið í smygli og innflutningi á sterum á þessu ári, segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, um málið þar sem þrír starfsmenn Eimskips voru handteknir á sunnudaginn. Þeir höfðu meðal annars reynt að smygla tíu þúsund steratöflum til landsins.

„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Þetta er gríðarlega mikið magn af sterum sem ætlað var til dreifingar," segir Jón. Hann bendir þó á að sterar teljist ekki ávana- og fíkniefni. Því sé erfitt að bera tilvikið við önnur smyglmál.


Tengdar fréttir

Tíu þúsund steratöflur teknar

Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töflurnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í sína vörslu 200 ambúlur og verulagt magn af sterum í vökvaformi. Þremenningarnir, sem allir eru skipverjar hjá Eimskipum, hafa játað aðild sína að málinu.

Höfðu ekki hugmynd um risasmyglmál

Forsvarsmenn Eimskip vissu ekki af umfangsmikilli rannsókn lögreglu á smygli starfsmanna Eimskip. „Við vitum aldrei af rannsóknum fyrr en mennirnir eru teknir," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskip. Hann segir félagið hins vegar vinna náið með lögregluyfirvöldum og Tollgæslunni eftir að tilkynnt er um málið og veita allar upplýsingar sem óskað er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×