Innlent

Kæra framkvæmd forsetakosninganna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Magnússon, formaður öryrkjabandalagsins, á tali við Sigurstein Másson fyrrverandi formann.
Guðmundur Magnússon, formaður öryrkjabandalagsins, á tali við Sigurstein Másson fyrrverandi formann. mynd/ vilhelm.
Öryrkjabandalagið kærir forsetakosningarnar Öryrkjabandalag Íslands hefur, að höfðu samráði við lögfræðinga, ákveðið að krefjast ógildingar á forsetakosningunum sem fram fóru um síðustu helgi. Öryrkjabandalagið segir í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum að í ljós hafi komið að við framkvæmd forsetakosninganna 30. júní hafi fötluðu fólki sem ekki gat krossað við sjálft vegna líkamlegrar fötlunar verið gert að notast við aðstoð einstaklings úr kjörstjórn, sem sagt fulltrúa stjórnvalds. Í 5. grein stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins segir að forseti skuli kosinn leynilegri kosningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×