Erlent

Sannanir fyrir guðseindinni lagðar fram í dag

Mikil spenna ríkir meðal vísindamanna þennan morguninn þar sem reiknað er með að sannanir fyrir Higgs bóseindinni eða svokallaðri guðseind verði lagðar fram á ráðstefnu í Genf sem hefst nú fyrir hádegið.

Það eru vísindamenn sem vinna við CERN sterkeindahraðalinn undir landamærum Sviss og Frakklands sem leggja fram þessar sannanir.

Mikil umræða hefur skapast um þetta mál í vísindaheiminum undanfarna daga en leitað hefur verið að guðseindinni í áratugi og sá sem getur sannað tilvist hennar er nokkuð öruggur um að fá Nóbelsverðlunin í eðlisfræði.

Higgs-bóseindin er eini hluti staðallíkans eðlisfræðinnar sem ekki hefur fundist og er því að mörgu leyti týndi hlekkurinn í fræðilegri eðlisfræði. Þessi torkennilega eind er talin útskýra af hverju aðrar eindir, og þar með allt efni alheimsins, hefur massa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×