Innlent

Eldur kom upp á sambýli

Eldur kom upp á sambýli á Selfossi á fimmta tímanum í dag. Um smávægilegan eld var að ræða og náði starfsmaður á sambýlinu að ráða niðurlögum hans.

Slökkvilið hefur nú reykræst húsið en ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á húsnæðinu.

Í samtali við fréttastofu sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Selfossi, að eldurinn hafi komið upp þegar blöð voru lögð á heita hellu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×