Innlent

Slökkvistarfi að ljúka við Vesturvör

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverður eldur var í húsinu í kvöld.
Töluverður eldur var í húsinu í kvöld. mynd/ Hlynur Ingvi Samúelsson
Slökkvistarfi er nú að mestu lokið að Vesturvör 24 í Kópavogi. Búið er að slökkva mesta eldinn og verið er að rífa þann hluta hússins sem þarf að rífa til að komast í glæður. Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið í eldinum, en í húsinu var rekið bílasprautunarverkstæði. Eldurinn var verulegur og lagði mikinn reyk yfir Kópavog. Slökkvistarf tók um tvo klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×