Innlent

Viltu láta pynta þig?

Það var töluverður fjöldi fólks sem fylgdist með því þegar ungliðahreyfing Amnesty á Íslandi sýndi pyntingaraðferðir sem beitt er víða um heim í hádeginu í dag. Tilefnið er alþjóðlegur dagur til stuðnings fórnarlömbum pyntinga sem haldinn var á dögunum. Fréttamaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var á Austurvelli og prófaði þetta sjálf. Að hennar sögn voru þrír félagar í ungliðahreyfingunni sem sýndu hvernig pyndingarnar fara fram, meðal annars með gargandi þungarokkstónlist á hæsta styrk. Ungliðarnir verða á Austurvelli frameftir degi og bjóða nærstöddum að kynna sér aðferðirnar.


Tengdar fréttir

Sýna pyndingar á Austurvelli

Ungliðar í Amnesty international ætla að hafa sýningu á pyndingaraðferðum fyrir framan Alþingishúsið kl 12 á morgun. Þar gefst fólki tækifæri til að læra meira um pyndingar, skrifa undir mótmælabréf og jafnvel reyna á eigin skinni það sem fólk sem sætt hefur pyndingum hefur mátt þola. Tilefni sýningarinnar er alþjóðlegur dagur pyndinga sem var um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×