Erlent

Upprættu stærsta barnaklámshring í sögunni

Lögregluyfirvöld í 141 landi hafa upprætt stærsta barnaklámshring í sögunni. Hundruðir manna hafa verið afhjúpaðir fyrir að skiptast á myndum og myndböndum með barnaklámi þar af 272 einstaklingar eingöngu í Austurríki. Búið er að leggja hald á mikið magn af barnaklámi.

Í fréttum í evrópskum fjölmiðlum kemur fram að lögregluyfirvöld í Austurríki hafi haft málið til rannsóknar í eitt ár og gekk rannsóknin undir dulnefninu Carole. Í lokin náði hún til 141 lands.

Stærsta barnaklámsmálið hingað til kom upp í fyrra þegar Europol stóð að handtökum á 184 einstaklingum sem dreift höfðu barnaklámi sín í millum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×