Innlent

Ísland í dag: Föst inni vegna húsnæðisskorts

„Þau eru föst inni á geðsjúkrahúsi og geta ekki verið útskrifuð þar sem þau fá ekki húsnæði við hæfi."

Þetta segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans um þá rúmlega tuttugu einstaklinga sem ekki er hægt að útskrifa af geðdeilum þar sem þeir fá ekki húsnæði við hæfi.

Kona á fertugsaldri sem lögð var inn á Klepp fyrir tæpu ári líkir dvölinni þar við fangavist. Hún bíður enn eftir húsnæði og fær þar engin svör.

Fjallað var um málið í Íslandi í dag en umfjöllunin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.


Tengdar fréttir

Húsnæði vantar fyrir útskrifaða sjúklinga á geðdeildum

Um tuttugu einstaklingar með langvinna geðsjúkdóma eru fastir inn á Kleppi og öðrum geðdeildum Landspítalans þar sem þá vantar húsnæði að útskrift lokinni. Lengst hefur sjúklingur beðið í fjögur ár. Kona sem var lögð inn á Klepp fyrir tæpu ári líkir dvölinni við fangavist og harmar að komast ekki út í samfélagið að nýju vegna húsnæðisskorts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×