Innlent

Atriði Of Monsters and Men í Jay Leno

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Of Monsters and Men.
Hljómsveitin Of Monsters and Men.
Tónlistaratriðið sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men flutti í spjallþætti Jay Leno á dögunum hefur verið birt á Netinu. Hljómsveitin kom til landsins úr tónleikaferð í byrjun vikunnar og ætlar að halda tónleika í Hljómskálagarðinum um helgina.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, sem er í hljómsveitinni, sagði í samtali við Vísi í gær að það hafi verið mikil lífsreynsla að spila í þættinum. Þátturinn er einn sá vinsælasti sinnar tegundar en að meðaltali horfa um fjórar milljónir manna á hverja útsendingu.

Horfi menn á myndskeiðið sem fylgir þessari frétt er ekki annað að sjá en að Íslendingar geti verið rígmontnir af frammistöðu landa sinna hjá Jay Leno.




Tengdar fréttir

Hlakka til að spila á Íslandi eftir ótrúlegt tónleikaferðalag

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er nú komin aftur til landsins eftir vel heppnað tónleikaferðalag um Bandaríkin. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona, segir að sterk vináttutengsl hljómsveitarmeðlima hafi reynst nauðsynleg þegar á ferðalaginu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×