Innlent

Eldurinn í Kópavogi: Nágrannar beðnir um að loka gluggum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarmikinn reyk lagði frá eldinum.
Gríðarmikinn reyk lagði frá eldinum. mynd/ Hlynur Ingvi Samúelsson
Fólk sem finnur fyrir reykjalykt vegna eldsvoðans í Vesturvör er vinsamlegast beðið um að loka fyrir gluggum í híbýlum sínum og kynda þau. Þetta kemur fram í fréttaskeyti sem slökkviliðið sendi fjölmiðlum nú rétt eftir klukkan hálfeitt.

Eldurinn er í húsi númer 24 við Vesturvör. Þar er er meðal annars rekið bílasprautunarverkstæði. Töluverður eldur kom upp í húsinu og leggur mikinn reyk yfir Kópavog.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út vegna eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gengur slökkvistarf ágætlega, en enn er töluverð vinna eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×