Innlent

Þurrasti júní frá upphafi mælinga

BBI skrifar
Landsmenn fengu mörg tækifæri í júní til að dúlla sér í sólinni.
Landsmenn fengu mörg tækifæri í júní til að dúlla sér í sólinni. Mynd/Pjetur
Júnímánuður var sá þurrasti sem um getur frá því mælingar hófust á norðvesturlandi.

Óvenjuleg veðurblíða hefur leikið við Íslendinga síðustu mánuði. Til að mynda var meðalhiti í Reykjavík tæpum tveimur gráðum hærri en almennt tíðkast nú í júní.

Úrkoma var sérlega lítil og alls staðar á landinu var hún minni en í meðalári. Einkum voru þurrkarnir miklir um landið vestanvert.

Úrkoma hefur aldrei mælst jafnlítil í júní á fjölmörgum stöðvum á þessu svæði, segir á vefsíðu Veðurstofunnar. Á Stykkishólmi hefur samfellt verið mælt frá árinu 1857 og aldrei hefur verið minni úrkoma þar í júní.

Sömuleiðis var óvenjusólríkt bæði í Reykjavík og á Akureyri. Sólskinsstundirnar voru 320,6 í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni orðið fleiri í júní, það var árið 1928.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×