Innlent

Eldur í strandveiðibát austan við Papey

Tilkynnt var um eld í strandveiðibát austan við Papey um fimm leytið í morgun. Landhelgisgæslan var að ræsa út björgunarlið þegar skiptstjórinn hafði samband að nýju og sagðist hafa ráðið niðurlögum eldsins og að allt væri í lagi. Björgunarliðið var því afturkallað.

Þá kom upp vélarbilun í bát sem staddur var um fimmtán sjómílur frá Neskaupsstað í gærkvöldi. Björgunarskipið Hafbjörg sótti bátinn og dró hann í land og gekk aðgerðin í alla staði vel.

Fjölmargir strandveiðibátar hafa sótt sjóinn í vikunni enda opið á öllum svæðum og veður með besta móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×