Innlent

Eldsvoðinn í Kópavogi rannsakaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsókn á orsökum eldsvoðans sem varð við Vesturvör 24 í Kópavogi á miðnætti er hafin. Í morgun voru starfsmenn Orkuveitu Reykjavikur og lögreglunnar að kanna vettvang. Gríðarlegur eldur braust út í húsinu, en þar er rekin bílasprautun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út og tók mesta slökkvistarfið um tvo klukkutíma.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá umfjöllun Jóhönnu Margrétar Gíslasonar og Baldurs Hrafnkels Jónssonar um eldinn. Óskar Sigurðsson klippti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×