Erlent

Húsleit gerð hjá Nicolas Sarkozy

Sarkozy áður en hann lét af embætti.
Sarkozy áður en hann lét af embætti. nordicphotos/AFP
Franska lögreglan gerði húsleit heima hjá Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta. Húsleitin tengdist rannsókn á meintum ólöglegum fjárframlögum í kosningasjóði hans árið 2007.

Sarkozy naut friðhelgi gegn saksókn meðan hann gegndi embætti forseta, en missti friðhelgina þann 15. júní þegar Francois Hollande tók við forsetaembættinu.

Rannsóknin beinist að því hvort Liliane Bettencourt, erfingi L‘Oreal snyrtivörufyrirtækisins, hafi greitt mun meira fé í kosningasjóði hans en lög leyfa.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×