Erlent

Arafat líklega byrlað eitur

Yasser Arafat
Yasser Arafat
Yasser Arafat lést vegna eitrunar. Þetta segja niðurstöður rannsóknar sem rannsóknarstofa í Lausanne í Sviss hefur gert á persónulegum munum Arafats.

Arafat, leiðtogi Palestínumanna um áratuga skeið, lést á hersjúkrahúsi í París árið 2004 en þangað leitaði hann lækninga við veikindum sem höfðu hrjáð hann um nokkurt skeið.

Rannsóknin leiddi í ljós töluvert magn af póloni í sýnum sem tekin voru. Pólon er sjaldgæft geislavirkt frumefni sem meðal annars dró rússneska njósnarann Alexander Litvinenko til dauða. Lík Arafats var ekki krufið og því hafa aldrei fengist skýringar á dauða hans. Til þess að sannreyna niðurstöður svissnesku rannsóknarinnar er nauðsynlegt að grafa líkið upp og rannsaka.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×