Innlent

Tímaspurning hvenær banaslys hlýst af

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herdís Storgaard, framkvæmdastóri Árverkni, segir tímaspurning hvenær banaslys hlýst af.
Herdís Storgaard, framkvæmdastóri Árverkni, segir tímaspurning hvenær banaslys hlýst af.
Tveggja ára stúlka var hætt komin þegar að hún hékk í gardínusnúru í heimahúsi í síðustu viku. Tildrög slyssins voru þau að rúm barnsins hafði verið fært í annað herbergi deginum áður og komið fyrir við glugga. Telpunni tókst að klifra upp í gluggann og setja snúru úr gardínu um hálsinn á sér með fyrrnefndum afleiðingum. Það voru 9 ára og 16 ára bræður telpunnar sem komu henni til bjargar. Í samtali við móður hennar kom í ljós að litlu mátti muna að ekki fór ver en telpan hékk í snúrunni og var orðin rauð í framann þegar að henni var komið til bjargar. Telpan slapp án teljandi áverka.

Herdís Storgaard, verkefnastjóri Árverkni, segir að árlega berist þrjár samskonar tilkynningar til sín og telur hún að það sé dæmi um að frágangur gardína af þessu tagi sé víða ábótavant og það sé hreinlega spurning um það hvenær dauðaslys hlýst af. Það er því mikilvægt að allir sem nota strimla eða rúllugardínur gangi frá þeim á öruggan hátt til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi.

Árið 2010 létust 5 börn af völdum henginga í gardínum í Bretlandi og af þeim sökum hafa stjórnvöld þar í landi hrundið af stað átaki sem koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×