Erlent

Fundu afarsjaldgæft landakort af Ameríku

Afarsjaldgæft landakort af Ameríku frá 16. öld hefur komið í leitirnar en aðeins var vitað um fjögur eintök af þessu korti áður en það fimmta fannst nýlega inn í bók frá 19. öld.

Í frétt á BBC um málið segir að kortið sé gert af hinum þekkta þýska kortagerðarmanni Martin Waldseemueller en hann var sá fyrsti í sögunni til að gefa Ameríku nafn sitt. Það stafaði af því að hann hélt að ítalski landkönnuðurinn Amerigo Vespucci hefði fundið Ameríku en ekki Christopher Columbus.

Stærri útgáfa af þessu korti er geymd í þingskjalasafni Bandaríkjanna í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×