Erlent

Vísindamenn: Nei, hafmeyjur eru ekki til

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
mynd/Wikipedia
Vísindamenn hjá Hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna birtu heldur sérstaka tilkynningu í vikunni. Þar er því haldið fram að hafmeyjur séu hreint ekki til og að allar vangaveltur um tilurð þeirra séu ekki á rökum reistar.

Í tilkynningunni segir að stofnuninni hafi borist nokkrar spurningar um tilvist þessa goðsagnakenndu vera á síðustu dögum. Er talið að auðtrúa sjónvarpsáhorfendur hafi haldið að sjónvarpsþáttur Animal Planet um hafmeyjur hafi verið heimildarmynd.

„Engar vísbendingar hafa fundist um vatnaverur sem hafa skýr einkenni mannsins," segir í tilkynningunni.

Hafmeyjur eru þjóðsagnaverur en þær eru nátengdar söguarfi fornra menninga. Víða hafa þær birst á síðustu árþúsundum, allt frá Ódysseifskviðu Hómers til munnmælasagna ástralskra frumbyggja.

Stofnunin greindi einnig frá því að hún hefði ekki stundað miklar rannsóknir á tilvist hafmeyja enda hefur aldrei þótt tilefni til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×