Bændur stigu gleðidans í rigningu BBI skrifar 4. júlí 2012 11:44 Eftir mikla þurrka glöddust bændur á Vestfjörðum í gær þegar rigndi í fyrsta sinn í langan tíma. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm Bændur í Valþórsdal stigu gleðidans og fóru með ástaróð til rigningarinnar í gær þegar rigndi í fyrsta sinn í sex vikur á svæðinu. Guðmundur Steinar Björgmundsson, bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal, segir að þó meira þurfi til að bleyta túnin hafi munað um þetta. „Þetta er alveg óvenjulegt veðurlag," segir Guðmundur, en víða eru tún brunnin á svæðinu eftir júnímánuð sem reyndist sá þurrasti frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Bjarni Ásgeirsson bóndi á Ásgarði í Dölum segir að ekkert fari milli mála að síðastliðinn mánuður hafi verið þurrasti júní síðan mælingar hófust á svæðinu. „Þetta er sennilega þurrasti mánuður yfir höfuð síðan við fórum að mæla hér," segir Bjarni. Hann segir að þó uppskeran verði líklega býsna léleg sé hann ekki farinn að örvænta. „Þetta er í lagi, sérstaklega hjá þeim sem gátu borið á tún fyrir Hvítasunnu," segir Bjarni. Ástandið sé þó mjög misjafnt eftir því hvort menn séu með raklend tún eða harðlend. Bjarni segir að þau á Ásgarði hafi ekki liðið skort á drykkjarvatni. „Við erum tengd við vatnslögnina til Búðardals," segi hann. Hins vegar hafi vatnsskortur verið algengur undanfarin sumur á ákveðnum bæjum og það sé líklega svipað í ár, kannski verra. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, segir ástandið í Borgarfirði ekki jafnalvarlegt og í Dölum. Í Borgarfirði hafi komið síðdegisskúrar stökum sinnum en í Dölum hefur ekki komið dropi úr lofti. Gunnar segir ástandið ekki beinlínis hræðilegt en uppskera í Dölum verði að öllum líkindum minni en gengur og gerist. Þegar miklir og langvarandi þurrkar verða reyna plöntur að hraða þroska. „Það þýðir að fóðurgildi uppskerunnar minnkar með auknum þroska," segir Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum. Bændur á þurrkasvæðum, sem hafa verið að slá á réttum tíma, við æskilegt þroskastig, fá töluvert minni uppskeru vegna þessa. Eina leiðin er þá að bera aftur á túnin og reyna að ná öðrum slætti. „Ef það fer hins vegar að rigna núna verður gróðurinn úr sér sprottinn á stuttum tíma," segir Gunnar en í því felst að næringargildi gróðursins minnkar. Á ákveðnum tímapunkti er næringargildið í grösum hæst og á þeim tíma er rétt að heyja. Ef of langur tími líður frá þessum tíma fer grasið að mynda punt með þeim afleiðingum að næringargildið snarminnkar. Tengdar fréttir Þurrasti júní frá upphafi mælinga Júnímánuður var sá þurrasti sem um getur frá því mælingar hófust á norðvesturlandi. 4. júlí 2012 10:40 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Bændur í Valþórsdal stigu gleðidans og fóru með ástaróð til rigningarinnar í gær þegar rigndi í fyrsta sinn í sex vikur á svæðinu. Guðmundur Steinar Björgmundsson, bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal, segir að þó meira þurfi til að bleyta túnin hafi munað um þetta. „Þetta er alveg óvenjulegt veðurlag," segir Guðmundur, en víða eru tún brunnin á svæðinu eftir júnímánuð sem reyndist sá þurrasti frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Bjarni Ásgeirsson bóndi á Ásgarði í Dölum segir að ekkert fari milli mála að síðastliðinn mánuður hafi verið þurrasti júní síðan mælingar hófust á svæðinu. „Þetta er sennilega þurrasti mánuður yfir höfuð síðan við fórum að mæla hér," segir Bjarni. Hann segir að þó uppskeran verði líklega býsna léleg sé hann ekki farinn að örvænta. „Þetta er í lagi, sérstaklega hjá þeim sem gátu borið á tún fyrir Hvítasunnu," segir Bjarni. Ástandið sé þó mjög misjafnt eftir því hvort menn séu með raklend tún eða harðlend. Bjarni segir að þau á Ásgarði hafi ekki liðið skort á drykkjarvatni. „Við erum tengd við vatnslögnina til Búðardals," segi hann. Hins vegar hafi vatnsskortur verið algengur undanfarin sumur á ákveðnum bæjum og það sé líklega svipað í ár, kannski verra. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, segir ástandið í Borgarfirði ekki jafnalvarlegt og í Dölum. Í Borgarfirði hafi komið síðdegisskúrar stökum sinnum en í Dölum hefur ekki komið dropi úr lofti. Gunnar segir ástandið ekki beinlínis hræðilegt en uppskera í Dölum verði að öllum líkindum minni en gengur og gerist. Þegar miklir og langvarandi þurrkar verða reyna plöntur að hraða þroska. „Það þýðir að fóðurgildi uppskerunnar minnkar með auknum þroska," segir Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum. Bændur á þurrkasvæðum, sem hafa verið að slá á réttum tíma, við æskilegt þroskastig, fá töluvert minni uppskeru vegna þessa. Eina leiðin er þá að bera aftur á túnin og reyna að ná öðrum slætti. „Ef það fer hins vegar að rigna núna verður gróðurinn úr sér sprottinn á stuttum tíma," segir Gunnar en í því felst að næringargildi gróðursins minnkar. Á ákveðnum tímapunkti er næringargildið í grösum hæst og á þeim tíma er rétt að heyja. Ef of langur tími líður frá þessum tíma fer grasið að mynda punt með þeim afleiðingum að næringargildið snarminnkar.
Tengdar fréttir Þurrasti júní frá upphafi mælinga Júnímánuður var sá þurrasti sem um getur frá því mælingar hófust á norðvesturlandi. 4. júlí 2012 10:40 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Þurrasti júní frá upphafi mælinga Júnímánuður var sá þurrasti sem um getur frá því mælingar hófust á norðvesturlandi. 4. júlí 2012 10:40