Fleiri fréttir Sýna pyndingar á Austurvelli Ungliðar í Amnesty international ætla að hafa sýningu á pyndingaraðferðum fyrir framan Alþingishúsið kl 12 á morgun. Þar gefst fólki tækifæri til að læra meira um pyndingar, skrifa undir mótmælabréf og jafnvel reyna á eigin skinni það sem fólk sem sætt hefur pyndingum hefur mátt þola. Tilefni sýningarinnar er alþjóðlegur dagur pyndinga sem var um daginn. 3.7.2012 15:44 Fimm hundruð stöðvaðir í átaki lögreglunnar Fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Níu þeirra þeirra reyndust ölvaður við stýrið og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Eftirlitið fór m.a. fram í miðborginni og í Víðidal, en þar var haldið velheppnað Landsmót hestamanna. 3.7.2012 15:15 Twitter notað í glæparannsóknum Á þessu ári hefur tiwtter borist 849 beiðnir frá yfirvöldum um að fá aðgengi að síðunni. Lang flestar voru frá yfirvöldum Bandaríkjanna eða 679 þeirra. Japan kom á eftir með 98 beiðnir og 11 beiðnir bárust frá yfirvöldim í Bretlandi og Kanada. 3.7.2012 14:57 Höfðu ekki hugmynd um risasmyglmál Forsvarsmenn Eimskip vissu ekki af umfangsmikilli rannsókn lögreglu á smygli starfsmanna Eimskip. „Við vitum aldrei af rannsóknum fyrr en mennirnir eru teknir," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskip. Hann segir félagið hins vegar vinna náið með lögregluyfirvöldum og Tollgæslunni eftir að tilkynnt er um málið og veita allar upplýsingar sem óskað er eftir. 3.7.2012 14:47 Efla eftirlit með brunavörnum Slökkviliðið, ásamt Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og Mannvirkjastofnun (MVS) skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þróun hugbúnaðar til að efla eftirlit með brunavörnum á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur fengið vinnuheitið Brunavarnagáttir og kemur til með að halda utan um allt sem tengist brunavörnum í byggingum og ástandi þeirra. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa hans verði komin í notkun í desember 2014. 3.7.2012 14:32 Klámfengin smáskilaboð Um 30% táninga senda nektarmyndir af sjálfum sér í smáskilaboðum eða vefpósti, samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð af Háskólanum í Texas. 3.7.2012 14:18 Tíu þúsund steratöflur teknar Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töflurnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í sína vörslu 200 ambúlur og verulagt magn af sterum í vökvaformi. Þremenningarnir, sem allir eru skipverjar hjá Eimskipum, hafa játað aðild sína að málinu. 3.7.2012 14:06 Egill búinn að kæra stúlkuna Egill "Gillzenegger“ Einarsson, hefur kært stúlkuna sem sakaði hann um nauðgun til lögreglu. Hann óskar eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að hann, ásamt unnustu sinni var borinn sökum, um svívirðilegan glæp, sem hafi verið rangar. "Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli," segir Egill í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. 3.7.2012 13:28 Engin heimild til að grípa inn í ferli um brottnám barna Barnaverndanefnd Kópavogsbæjar hefur ekki heimild til að breyta eða stöðva ferli sem felur í sér fullnustu ákvæða samkvæmt Haag-samningnum frá 25. október 1980 um brottnám barna, sem Ísland hefur fullgilt. Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ, en undanfarna daga hefur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum verið fjallað um forsjármál sem Barnaverndanefnd Kópavogs hefur komið að. 3.7.2012 12:53 Mamma vann treyjuna fyrir son sinn Íslendingar tóku vel í söfnunina sem UNICEF stóð fyrir í tengslum við Evrópumótið í fótbolta. Alls söfnuðust 835.500 krónur með 557 smáskilaboðum en allir sem sendu inn fóru í pott þar sem verðlaunin voru árituð treyja frá liðsmönnum Barselóna. Ungur áhugamaður um knattspyrnu, Ari Sigfússon, vann treyjuna en hann hefur verið aðdáandi Börsunga í mörg ár. Það var reyndar móðir hans, Hildur Markúsdóttir, sem sendi skilaboðin í von um að vinna treyjuna fyrir Ara. 3.7.2012 12:30 Ókeypis neyðarpillur á Ólympíuleikunum Konur í London geta beðið um neyðarpilluna símleiðis og fengið hana senda heim á meðan á Ólympíuleikunum stendur í sumar. 3.7.2012 11:47 Hjólar kringum landið fyrir 12 ára vinkonu Breiðdælingurinn Helga Hrönn Melsteð lagði á föstudaginn var í hjólreiðarferð hringinn í kringum landið. Ferðina kallar hún Thelmu-hringinn og tileinkar tólf ára stúlku sem berst við krabbamein. 3.7.2012 11:19 Facebook viðurkennir hjónabönd samkynhneigðra Samskiptasíðan bætti nýlega valmöguleikanum fyrir pör að sama kyni að skrá sig í hjónaband á tímalínu sinni. 3.7.2012 11:03 Segir gamla muni vinsælt skotmark skemmdarvarga Eignaspjöll voru unnin á Byggðasafninu að Görðum á Akranesi í síðustu viku. Safnastjóri safnsins segir slík skemmdarverk hafa verið ákveðið vandamál upp á síðkastið og að "gamlir og sérstakir munir" verði frekar fyrir barðinu á skemmdarvörgum. 3.7.2012 10:54 Ól barn í bíl á leiðinni á sjúkrahús Lítilli stúlku lá svo á að komast í heiminn þegar foreldrarnir voru á leið á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað um hálfáttaleytið í morgun að móðirin ól stúlkuna í bíl á leiðinni á sjúkrahúsið. Sjúkrabíll ók svo á móti fjölskyldunni og móðir og barn voru flutt á sjúkrahúsið með sjúkrabílnum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Magnússyni, forstöðulækni á sjúkrahúsinu, eru mæðgurnar enn á sjúkrahúsinu og heilsast þeim vel. 3.7.2012 10:48 Mannfall í Írak 25 manns létu lífið og 40 aðrir voru særðir í sprengjuárásum í Írak í morgun. 3.7.2012 10:24 Hélt konu nauðugri í tvær klukkustundir Eftir að hafa stungið kunningja sinn fjórum sinnum með litlum hníf ruddist karlmaður á þrítugsaldri óboðinn inn í íbúð á Ólafsfirði. Þar var ein kona fyrir sem hann varnaði útgöngu, hélt þar fanginni í um tvo tíma og kom í veg fyrir að hún hringdi á lögreglu. Atvikin áttu sér stað á aðfararnótt laugardagsins. 3.7.2012 09:59 Kominn út úr skápnum Fréttamaðurinn Anderson Cooper sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að hann væri samkynhneigður. 3.7.2012 09:26 Stærsti plöntu- og fræbanki heimsins í fjárhagsvandræðum Fjárskortur hjá stærsta plöntu- og fræbanka heimsins ógnar nú tilveru um 2.000 norrænna planta og fræja. 3.7.2012 07:11 Ísland á móti griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi Íslendingar og fleiri þjóðir hliðhollar hvalveiðum komu í gær í veg fyrir að komið yrði á fót griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi. 3.7.2012 07:05 Kaffidrykkja dregur úr húðkrabbameini Ný rannsókn í Bandaríkjunum bendir til að kaffidrykkja geti dregið verulega úr algengustu tegund af húðkrabba hjá fólki. 3.7.2012 06:51 Leiðangur til að kanna afdrif flugkonunnar Ameliu Earhart Leiðangur er lagður af stað frá Hawaii en markmið hans er að rannsaka hver urðu afdrif Ameliu Earhart einnar þekktustu flugkonu heimsins á síðustu öld. 3.7.2012 06:33 Líkamsárás á mann á sextugsaldri í nótt Maður á sextugsaldri kom á slysadeild um tvö leytið í nótt og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvað þar átti sér stað. 3.7.2012 06:30 Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð. 3.7.2012 00:15 Vímulaust maríjúana Fyrirtækið Tikum Olam í Ísrael sem ræktar maríjúana plöntur sem lyf, hefur þróað plöntu sem veldur ekki vímu. 3.7.2012 17:02 Katie Holmes er flutt út Katie Holmes lætur engan tíma fara til spillis og er flutt út úr lúxusíbúð þeirra Tom Cruise á Manhattan. Hún sást yfirgefa húsið á föstudagsmorguninn síðasta sem var sami dagur og hún sótti um skilnað. 3.7.2012 15:37 Gjaldskrá vegna tannlækninga hækkar tímabundið um 50% Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að hækka gjaldskrá vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára tímabundið um 50%. Gjaldskrárbreytingin gildir frá 1. júlí til næstu áramóta, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Áætlað er að með þessu hækki hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar úr tæpum 42% í að meðaltali í 62,5% og hefur það ekki verið hærra í tæpan áratug. Ákvörðun velferðarráðherra er í samræmi við tillögu starfshóps sem hann skipaði um miðjan maí síðastliðinn. 3.7.2012 15:22 Pyntingabúðir í Sýrlandi Í skýrslu sem Mannréttindavaktin gaf út frá sér í dag segir að lögreglan í Sýrlandi sé að reka pyntingabúðir um allt landið. Þeim sem er haldið eru barðir, brenndir með sýru, kynferðislega áreittir og neglur þeirra dregar af. 3.7.2012 13:25 Tökum á mynd Cruise lokið Tökum á myndinni Oblivion lauk í gærkvöld. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi myndarinnar Claire Raskind í samtali við Vísi. "Við erum hætt tökum hér. Þeim lauk í gærkvöldi. Það er það eina sem ég get sagt," sagði Raskind í samtali við Vísi. 3.7.2012 11:22 Ættum að framleiða okkar eigið eldsneyti Efnafræðingurinn Surya Prakash segir að Ísland sé betur til þess fallið en nokkur önnur þjóð að verða sjálfu sér nægt um eldsneyti. Íslenskt fyrirtæki hefur uppi áform um að framleiða 80 milljón tonn af metanóli á ári. 3.7.2012 08:00 Segja starfsöryggi sínu ógnað Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að hefja innritun barna sem eru fædd í janúar 2011 í leikskóla borgarinnar. 3.7.2012 07:00 Veðurupplýsingar geta forðað slysi Vindar og vindhviður skapa ferðalöngum með húsvagna oft mikla hættu. Dæmi eru árlega um að húsbílar fjúki af þjóðvegum landsins vegna strekkings, jafnvel svo að þeir velti og lífi fólks sé stefnt í hættu. Á landinu eru þjóðvegir þó misvarasamir. 3.7.2012 07:00 Hafa náð tökum á skógareldunum í Colorado Slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á um 70% af verstu skógareldum í sögu Colorado ríkis í Bandaríkjunum. 3.7.2012 06:56 Milljónir manna í Bandaríkjunum án rafmagns Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjunum eru nú án rafmagns í kjölfar mikils óveðurs sem geisað hefur víða á svæðinu frá síðustu helgi. Að minnsta kosti 22 manns hafa látið lífið í þessu óveðri. 3.7.2012 06:54 Jafnræði að laun allra sem lækkuðu séu hækkuð á ný Kópavogsbær hækkaði laun allra starfsmanna sem tóku á sig launalækkun 2009, líka þeirra sem ekki heyra undir kjararáð. Vildum tryggja jafnræði, segir upplýsingafulltrúi bæjarins. Kallað er eftir því að Reykjavíkurborg geri slíkt hið sama. Formaður kjarafé 3.7.2012 06:30 Kauphallarstjóri ánægður með breytt umhverfi Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin, sem meðal annars á og rekur Smáralind og Egilshöll, voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Gengi bréfa félagsins stóð í stað í 8,2 í lok dags, en heildarvelta viðskipta með bréf í félaginu nam tæplega 40 milljónum á þessum fyrsta viðskiptadegi. Með Regin hafa nú tvö ný félög verið skráð á markað frá hruni, en auk Regins hefur smásölurisinn Hagar, sem á og rekur Bónus og Hagkaup, einnig verið skráður á markað. 3.7.2012 06:30 Gagnrýna nýtt gjald fyrir kafanir í Silfru Eigandi Arctic Adventures segir nýtilkomið gjald Þingvallanefndar á kafara og snorklara í gjánni Silfru mismuna gestum þjóðgarðsins og koma á óvart. Helmingur gjaldsins fari væntanlega í laun starfsmanns sem eigi að rukka það. 3.7.2012 06:00 Gæðaeftirlitsmenn skoða verkferla „Embættismenn Kópavogsbæjar hafa lagt ómælda vinnu við það undanfarin fjögur ár að endurskoða og skrá niður alla vinnuferla innan stjórnsýslusviðs sem snerta til dæmis vistun skjala, innheimtu, innkaup, fjárhagsáætlunargerð, upplýsingagjöf og mannaráðningar,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. 3.7.2012 06:00 Drottningin dregin í svaðið Hópurinn Handverkskonur á milli heiða gagnrýnir harðlega að íslenskar lopapeysur séu framleiddar í Kína eða löndum með ódýru vinnuafli. Fjórar vikur eru síðan Fréttablaðið benti á að íslenskar lopapeysur væru í miklum mæli prjónaðar erlendis. 3.7.2012 05:00 Fær ekki bætur fyrir varðhaldsvist Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bótakröfu íslensks atvinnurekanda sem sat í gæsluvarðhaldi um þriggja vikna skeið haustið 2009 grunaður um aðild að mansalsmáli. Maðurinn var ákærður í málinu en fundinn sýkn saka. 3.7.2012 05:00 Fjórir í stærðfræði með ágætiseinkunn Fjórir stærðfræðinemar brautskráðust úr grunnnámi með yfir níu í meðaleinkunn frá Háskóla Íslands fyrir viku. Stærðfræði er nytsamleg, segir einn þessara nema, hún er notuð í hvert skipti sem lesa þarf úr talnagögnum. 3.7.2012 04:30 Fallegri undirgöng í vændum Veggjakrotarar voru ekki lengi að setja mark sitt á nýmálaða veggi í göngunum undir Miklubraut við Lönguhlíð. Stutt er síðan göngin voru máluð. 3.7.2012 04:30 Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar. 3.7.2012 03:00 Nafni Higgs-bóseindarinnar sækir fund eðlisfræðinga Rannsóknarniðurstöður alþjóðlegs hóps kjarneðlisfræðinga verða kynntar á miðvikudaginn. Síðustu ár hefur hópurinn leitað að Higgs-bóseindinni dularfullu. Takist þeim að færa sönnur á tilurð eindarinnar myndi það marka tímamót í vísindasögu mannkyns. 2.7.2012 23:19 Pillay varar við vopnaflutningi til Sýrlands Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að auknar vopnaflutningar til stríðandi fylkinga í Sýrlandi myndu aðeins leiða til áframhaldandi blóðsúthellinga í landinu. 2.7.2012 22:13 Sjá næstu 50 fréttir
Sýna pyndingar á Austurvelli Ungliðar í Amnesty international ætla að hafa sýningu á pyndingaraðferðum fyrir framan Alþingishúsið kl 12 á morgun. Þar gefst fólki tækifæri til að læra meira um pyndingar, skrifa undir mótmælabréf og jafnvel reyna á eigin skinni það sem fólk sem sætt hefur pyndingum hefur mátt þola. Tilefni sýningarinnar er alþjóðlegur dagur pyndinga sem var um daginn. 3.7.2012 15:44
Fimm hundruð stöðvaðir í átaki lögreglunnar Fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík um helgina í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Níu þeirra þeirra reyndust ölvaður við stýrið og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Eftirlitið fór m.a. fram í miðborginni og í Víðidal, en þar var haldið velheppnað Landsmót hestamanna. 3.7.2012 15:15
Twitter notað í glæparannsóknum Á þessu ári hefur tiwtter borist 849 beiðnir frá yfirvöldum um að fá aðgengi að síðunni. Lang flestar voru frá yfirvöldum Bandaríkjanna eða 679 þeirra. Japan kom á eftir með 98 beiðnir og 11 beiðnir bárust frá yfirvöldim í Bretlandi og Kanada. 3.7.2012 14:57
Höfðu ekki hugmynd um risasmyglmál Forsvarsmenn Eimskip vissu ekki af umfangsmikilli rannsókn lögreglu á smygli starfsmanna Eimskip. „Við vitum aldrei af rannsóknum fyrr en mennirnir eru teknir," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskip. Hann segir félagið hins vegar vinna náið með lögregluyfirvöldum og Tollgæslunni eftir að tilkynnt er um málið og veita allar upplýsingar sem óskað er eftir. 3.7.2012 14:47
Efla eftirlit með brunavörnum Slökkviliðið, ásamt Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) og Mannvirkjastofnun (MVS) skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þróun hugbúnaðar til að efla eftirlit með brunavörnum á Íslandi. Hugbúnaðurinn hefur fengið vinnuheitið Brunavarnagáttir og kemur til með að halda utan um allt sem tengist brunavörnum í byggingum og ástandi þeirra. Gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa hans verði komin í notkun í desember 2014. 3.7.2012 14:32
Klámfengin smáskilaboð Um 30% táninga senda nektarmyndir af sjálfum sér í smáskilaboðum eða vefpósti, samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð af Háskólanum í Texas. 3.7.2012 14:18
Tíu þúsund steratöflur teknar Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töflurnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í sína vörslu 200 ambúlur og verulagt magn af sterum í vökvaformi. Þremenningarnir, sem allir eru skipverjar hjá Eimskipum, hafa játað aðild sína að málinu. 3.7.2012 14:06
Egill búinn að kæra stúlkuna Egill "Gillzenegger“ Einarsson, hefur kært stúlkuna sem sakaði hann um nauðgun til lögreglu. Hann óskar eftir lögreglurannsókn á tildrögum þess að hann, ásamt unnustu sinni var borinn sökum, um svívirðilegan glæp, sem hafi verið rangar. "Ég hef einsett mér að komast til botns í þessu máli," segir Egill í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. 3.7.2012 13:28
Engin heimild til að grípa inn í ferli um brottnám barna Barnaverndanefnd Kópavogsbæjar hefur ekki heimild til að breyta eða stöðva ferli sem felur í sér fullnustu ákvæða samkvæmt Haag-samningnum frá 25. október 1980 um brottnám barna, sem Ísland hefur fullgilt. Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ, en undanfarna daga hefur í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum verið fjallað um forsjármál sem Barnaverndanefnd Kópavogs hefur komið að. 3.7.2012 12:53
Mamma vann treyjuna fyrir son sinn Íslendingar tóku vel í söfnunina sem UNICEF stóð fyrir í tengslum við Evrópumótið í fótbolta. Alls söfnuðust 835.500 krónur með 557 smáskilaboðum en allir sem sendu inn fóru í pott þar sem verðlaunin voru árituð treyja frá liðsmönnum Barselóna. Ungur áhugamaður um knattspyrnu, Ari Sigfússon, vann treyjuna en hann hefur verið aðdáandi Börsunga í mörg ár. Það var reyndar móðir hans, Hildur Markúsdóttir, sem sendi skilaboðin í von um að vinna treyjuna fyrir Ara. 3.7.2012 12:30
Ókeypis neyðarpillur á Ólympíuleikunum Konur í London geta beðið um neyðarpilluna símleiðis og fengið hana senda heim á meðan á Ólympíuleikunum stendur í sumar. 3.7.2012 11:47
Hjólar kringum landið fyrir 12 ára vinkonu Breiðdælingurinn Helga Hrönn Melsteð lagði á föstudaginn var í hjólreiðarferð hringinn í kringum landið. Ferðina kallar hún Thelmu-hringinn og tileinkar tólf ára stúlku sem berst við krabbamein. 3.7.2012 11:19
Facebook viðurkennir hjónabönd samkynhneigðra Samskiptasíðan bætti nýlega valmöguleikanum fyrir pör að sama kyni að skrá sig í hjónaband á tímalínu sinni. 3.7.2012 11:03
Segir gamla muni vinsælt skotmark skemmdarvarga Eignaspjöll voru unnin á Byggðasafninu að Görðum á Akranesi í síðustu viku. Safnastjóri safnsins segir slík skemmdarverk hafa verið ákveðið vandamál upp á síðkastið og að "gamlir og sérstakir munir" verði frekar fyrir barðinu á skemmdarvörgum. 3.7.2012 10:54
Ól barn í bíl á leiðinni á sjúkrahús Lítilli stúlku lá svo á að komast í heiminn þegar foreldrarnir voru á leið á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað um hálfáttaleytið í morgun að móðirin ól stúlkuna í bíl á leiðinni á sjúkrahúsið. Sjúkrabíll ók svo á móti fjölskyldunni og móðir og barn voru flutt á sjúkrahúsið með sjúkrabílnum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Magnússyni, forstöðulækni á sjúkrahúsinu, eru mæðgurnar enn á sjúkrahúsinu og heilsast þeim vel. 3.7.2012 10:48
Mannfall í Írak 25 manns létu lífið og 40 aðrir voru særðir í sprengjuárásum í Írak í morgun. 3.7.2012 10:24
Hélt konu nauðugri í tvær klukkustundir Eftir að hafa stungið kunningja sinn fjórum sinnum með litlum hníf ruddist karlmaður á þrítugsaldri óboðinn inn í íbúð á Ólafsfirði. Þar var ein kona fyrir sem hann varnaði útgöngu, hélt þar fanginni í um tvo tíma og kom í veg fyrir að hún hringdi á lögreglu. Atvikin áttu sér stað á aðfararnótt laugardagsins. 3.7.2012 09:59
Kominn út úr skápnum Fréttamaðurinn Anderson Cooper sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að hann væri samkynhneigður. 3.7.2012 09:26
Stærsti plöntu- og fræbanki heimsins í fjárhagsvandræðum Fjárskortur hjá stærsta plöntu- og fræbanka heimsins ógnar nú tilveru um 2.000 norrænna planta og fræja. 3.7.2012 07:11
Ísland á móti griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi Íslendingar og fleiri þjóðir hliðhollar hvalveiðum komu í gær í veg fyrir að komið yrði á fót griðarsvæði fyrir hvali á Suður Atlantshafi. 3.7.2012 07:05
Kaffidrykkja dregur úr húðkrabbameini Ný rannsókn í Bandaríkjunum bendir til að kaffidrykkja geti dregið verulega úr algengustu tegund af húðkrabba hjá fólki. 3.7.2012 06:51
Leiðangur til að kanna afdrif flugkonunnar Ameliu Earhart Leiðangur er lagður af stað frá Hawaii en markmið hans er að rannsaka hver urðu afdrif Ameliu Earhart einnar þekktustu flugkonu heimsins á síðustu öld. 3.7.2012 06:33
Líkamsárás á mann á sextugsaldri í nótt Maður á sextugsaldri kom á slysadeild um tvö leytið í nótt og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvað þar átti sér stað. 3.7.2012 06:30
Byltingarflokkurinn kemst til valda á ný Gamli valdaflokkurinn í Mexíkó, Byltingarflokkurinn, vann sigur í forseta- og þingkosningum um helgina. Hann hefur verið í stjórnarandstöðu í tólf ár en snýr nú aftur með nýrri kynslóð forystumanna og fyrirheit um betri tíð. 3.7.2012 00:15
Vímulaust maríjúana Fyrirtækið Tikum Olam í Ísrael sem ræktar maríjúana plöntur sem lyf, hefur þróað plöntu sem veldur ekki vímu. 3.7.2012 17:02
Katie Holmes er flutt út Katie Holmes lætur engan tíma fara til spillis og er flutt út úr lúxusíbúð þeirra Tom Cruise á Manhattan. Hún sást yfirgefa húsið á föstudagsmorguninn síðasta sem var sami dagur og hún sótti um skilnað. 3.7.2012 15:37
Gjaldskrá vegna tannlækninga hækkar tímabundið um 50% Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að hækka gjaldskrá vegna almennra tannlækninga barna yngri en 18 ára tímabundið um 50%. Gjaldskrárbreytingin gildir frá 1. júlí til næstu áramóta, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Áætlað er að með þessu hækki hlutfall endurgreiðslu raunkostnaðar úr tæpum 42% í að meðaltali í 62,5% og hefur það ekki verið hærra í tæpan áratug. Ákvörðun velferðarráðherra er í samræmi við tillögu starfshóps sem hann skipaði um miðjan maí síðastliðinn. 3.7.2012 15:22
Pyntingabúðir í Sýrlandi Í skýrslu sem Mannréttindavaktin gaf út frá sér í dag segir að lögreglan í Sýrlandi sé að reka pyntingabúðir um allt landið. Þeim sem er haldið eru barðir, brenndir með sýru, kynferðislega áreittir og neglur þeirra dregar af. 3.7.2012 13:25
Tökum á mynd Cruise lokið Tökum á myndinni Oblivion lauk í gærkvöld. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi myndarinnar Claire Raskind í samtali við Vísi. "Við erum hætt tökum hér. Þeim lauk í gærkvöldi. Það er það eina sem ég get sagt," sagði Raskind í samtali við Vísi. 3.7.2012 11:22
Ættum að framleiða okkar eigið eldsneyti Efnafræðingurinn Surya Prakash segir að Ísland sé betur til þess fallið en nokkur önnur þjóð að verða sjálfu sér nægt um eldsneyti. Íslenskt fyrirtæki hefur uppi áform um að framleiða 80 milljón tonn af metanóli á ári. 3.7.2012 08:00
Segja starfsöryggi sínu ógnað Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að hefja innritun barna sem eru fædd í janúar 2011 í leikskóla borgarinnar. 3.7.2012 07:00
Veðurupplýsingar geta forðað slysi Vindar og vindhviður skapa ferðalöngum með húsvagna oft mikla hættu. Dæmi eru árlega um að húsbílar fjúki af þjóðvegum landsins vegna strekkings, jafnvel svo að þeir velti og lífi fólks sé stefnt í hættu. Á landinu eru þjóðvegir þó misvarasamir. 3.7.2012 07:00
Hafa náð tökum á skógareldunum í Colorado Slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á um 70% af verstu skógareldum í sögu Colorado ríkis í Bandaríkjunum. 3.7.2012 06:56
Milljónir manna í Bandaríkjunum án rafmagns Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjunum eru nú án rafmagns í kjölfar mikils óveðurs sem geisað hefur víða á svæðinu frá síðustu helgi. Að minnsta kosti 22 manns hafa látið lífið í þessu óveðri. 3.7.2012 06:54
Jafnræði að laun allra sem lækkuðu séu hækkuð á ný Kópavogsbær hækkaði laun allra starfsmanna sem tóku á sig launalækkun 2009, líka þeirra sem ekki heyra undir kjararáð. Vildum tryggja jafnræði, segir upplýsingafulltrúi bæjarins. Kallað er eftir því að Reykjavíkurborg geri slíkt hið sama. Formaður kjarafé 3.7.2012 06:30
Kauphallarstjóri ánægður með breytt umhverfi Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin, sem meðal annars á og rekur Smáralind og Egilshöll, voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Gengi bréfa félagsins stóð í stað í 8,2 í lok dags, en heildarvelta viðskipta með bréf í félaginu nam tæplega 40 milljónum á þessum fyrsta viðskiptadegi. Með Regin hafa nú tvö ný félög verið skráð á markað frá hruni, en auk Regins hefur smásölurisinn Hagar, sem á og rekur Bónus og Hagkaup, einnig verið skráður á markað. 3.7.2012 06:30
Gagnrýna nýtt gjald fyrir kafanir í Silfru Eigandi Arctic Adventures segir nýtilkomið gjald Þingvallanefndar á kafara og snorklara í gjánni Silfru mismuna gestum þjóðgarðsins og koma á óvart. Helmingur gjaldsins fari væntanlega í laun starfsmanns sem eigi að rukka það. 3.7.2012 06:00
Gæðaeftirlitsmenn skoða verkferla „Embættismenn Kópavogsbæjar hafa lagt ómælda vinnu við það undanfarin fjögur ár að endurskoða og skrá niður alla vinnuferla innan stjórnsýslusviðs sem snerta til dæmis vistun skjala, innheimtu, innkaup, fjárhagsáætlunargerð, upplýsingagjöf og mannaráðningar,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. 3.7.2012 06:00
Drottningin dregin í svaðið Hópurinn Handverkskonur á milli heiða gagnrýnir harðlega að íslenskar lopapeysur séu framleiddar í Kína eða löndum með ódýru vinnuafli. Fjórar vikur eru síðan Fréttablaðið benti á að íslenskar lopapeysur væru í miklum mæli prjónaðar erlendis. 3.7.2012 05:00
Fær ekki bætur fyrir varðhaldsvist Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bótakröfu íslensks atvinnurekanda sem sat í gæsluvarðhaldi um þriggja vikna skeið haustið 2009 grunaður um aðild að mansalsmáli. Maðurinn var ákærður í málinu en fundinn sýkn saka. 3.7.2012 05:00
Fjórir í stærðfræði með ágætiseinkunn Fjórir stærðfræðinemar brautskráðust úr grunnnámi með yfir níu í meðaleinkunn frá Háskóla Íslands fyrir viku. Stærðfræði er nytsamleg, segir einn þessara nema, hún er notuð í hvert skipti sem lesa þarf úr talnagögnum. 3.7.2012 04:30
Fallegri undirgöng í vændum Veggjakrotarar voru ekki lengi að setja mark sitt á nýmálaða veggi í göngunum undir Miklubraut við Lönguhlíð. Stutt er síðan göngin voru máluð. 3.7.2012 04:30
Stungin 22 sinnum á farfuglaheimili Ung kona var stungin 22 sinnum á herbergi á farfuglaheimili í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Lögreglan segir að annar gestur á farfuglaheimilinu hafi bjargað lífi hennar. 3.7.2012 03:00
Nafni Higgs-bóseindarinnar sækir fund eðlisfræðinga Rannsóknarniðurstöður alþjóðlegs hóps kjarneðlisfræðinga verða kynntar á miðvikudaginn. Síðustu ár hefur hópurinn leitað að Higgs-bóseindinni dularfullu. Takist þeim að færa sönnur á tilurð eindarinnar myndi það marka tímamót í vísindasögu mannkyns. 2.7.2012 23:19
Pillay varar við vopnaflutningi til Sýrlands Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að auknar vopnaflutningar til stríðandi fylkinga í Sýrlandi myndu aðeins leiða til áframhaldandi blóðsúthellinga í landinu. 2.7.2012 22:13