Innlent

Tvennt slasast í bílveltu

Tvennt slasaðist líttillega þegar bíll valt við Kerið í Grímsnesi um klukkan átta í gærkvöldi.

Fólkið var í bílbeltum en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst bílinn út af veginum og rykkt svo skart í stýrið að hann fór út af veginum hinu meginn og valt.

Bíllinn er stórskemmdur en fólkið slapp vel. Það var þó flutt á slysadeild til skoðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×