Mannréttindadómstóllinn fjallar um mál gegn Íslandi BBI skrifar 4. júlí 2012 13:48 Blaðamennirnir Björk og Erla. Mynd/Ellý Mannréttindadómstóll Evrópu mun fjalla um mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi á þriðjudaginn næsta. Blaðamennirnir höfðu skrifað sinn hvora greinina um nektardansstaði. Önnur fjallaði um Goldfinger og hin um Strawberries. Í báðum greinunum var haft eftir viðmælendum blaðamannanna í beinni ræðu að refsiverð háttsemi ætti sér stað innan veggja staðanna. Ummæli þessi fengust ekki sannreynd og vegna þess að blaðamennirnir höfðu sett nafn sitt við greinina dæmdu íslenskir dómstólar þá til að þola ómerkingu ummælanna og greiða skaðabætur vegna þeirra. Gunnar Ingi Jóhannsson hjá Lögmönnum Höfðabakka sendi inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málanna. Hann taldi niðurstöðu íslenskra dómstóla stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. „Til eru fordæmi þar sem Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að ekki megi gera blaðamann ábyrgan fyrir beinum ummælum viðmælanda nema mjög sérstakar og ríkar ástæður réttlæti slíkt," segir Gunnar og telur að ekki hafi verið rökstutt af hálfu íslenskra dómstóla að svo hafi háttað í þessum tilvikum. Aðeins eitt mál sem varðar tjáningarfrelsið hefur fallið í Mannréttindadómstólnum gegn Íslandi. Það er mál Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992 sem hafði verið dæmdur fyrir að skrifa um lögregluofbeldi. Mannréttindadómstóllinn taldi að hann hefði verið að skrifa um mikilvæg þjóðfélagsleg atriði sem áttu erindi við almenning og því mætti ekki hefta tjáningu hans að því leyti nema brýn ástæða væri til. Í málum blaðamannanna Erlu og Bjarkar nú er byggt á svipuðum sjónarmiðum. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun fjalla um mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur gegn Íslandi á þriðjudaginn næsta. Blaðamennirnir höfðu skrifað sinn hvora greinina um nektardansstaði. Önnur fjallaði um Goldfinger og hin um Strawberries. Í báðum greinunum var haft eftir viðmælendum blaðamannanna í beinni ræðu að refsiverð háttsemi ætti sér stað innan veggja staðanna. Ummæli þessi fengust ekki sannreynd og vegna þess að blaðamennirnir höfðu sett nafn sitt við greinina dæmdu íslenskir dómstólar þá til að þola ómerkingu ummælanna og greiða skaðabætur vegna þeirra. Gunnar Ingi Jóhannsson hjá Lögmönnum Höfðabakka sendi inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málanna. Hann taldi niðurstöðu íslenskra dómstóla stangast á við ákvæði mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi. „Til eru fordæmi þar sem Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að ekki megi gera blaðamann ábyrgan fyrir beinum ummælum viðmælanda nema mjög sérstakar og ríkar ástæður réttlæti slíkt," segir Gunnar og telur að ekki hafi verið rökstutt af hálfu íslenskra dómstóla að svo hafi háttað í þessum tilvikum. Aðeins eitt mál sem varðar tjáningarfrelsið hefur fallið í Mannréttindadómstólnum gegn Íslandi. Það er mál Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992 sem hafði verið dæmdur fyrir að skrifa um lögregluofbeldi. Mannréttindadómstóllinn taldi að hann hefði verið að skrifa um mikilvæg þjóðfélagsleg atriði sem áttu erindi við almenning og því mætti ekki hefta tjáningu hans að því leyti nema brýn ástæða væri til. Í málum blaðamannanna Erlu og Bjarkar nú er byggt á svipuðum sjónarmiðum.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira