Fleiri fréttir

Vonar að biðin fari að styttast

Vinna við gerð ívilnunarsamnings íslenskra stjórnvalda við fyrirtæki í eigu kínverska athafnamannsins Huangs Nubo er enn í gangi. Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í málið innan skamms.

Þóra mælist með mest fylgi

Þóra Arnórsdóttir er með rúmlega átta prósentustiga forskot á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Könnunin var gerð dagana 8. maí til 18. maí.

Ómögulegt að veita öllum starf

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir ómögulegt fyrir borgina að ætla sér að tryggja öllum í Reykjavík störf. Ekki hafa verið færri sumarstörf í boði hjá borginni í mörg ár og var 66 prósent umsækjenda hafnað í ár. Ráðið var í 1.384 störf, en umsækjendur voru 4.446. Þeir voru 5.116 í fyrra og ráðið var í 1.949 stöður.

Þriggja ára áætlun skapar 4.000 störf

Stjórnvöld áforma að leggja ríflega 39 milljarða króna í uppbyggingu í atvinnumálum á næstu þremur árum. Stjórnvöld telja að þetta átak muni skapa um 4.000 bein störf á tímabilinu og minnka atvinnuleysi um 0,4 til 0,6 prósentustig.

Obama tekur undir hugmyndir Hollandes

Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum.

Byssum beitt á mótmælendur

Herinn í Sýrlandi beitti bæði skotvopnum og táragasi gegn mótmælendum í Aleppo, sem er fjölmennasta borg landsins.

Rekinn úr skóla vegna hárklippingar

Umdeild hárklipping sem varð til þess að tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum var rekinn úr skólanum hefur nú vakið hrifningu meðal körfuboltamanna.

Horfði á bíómynd á meðan flugstjórinn brenndi eldsneyti

Örfáir farþegar nýttu sér áfallahjálp Rauða Krossins í kvöld samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum áfallateymisins. Farþegi sem fréttastofa ræddi við saqðist hafa horft á bíómynd á meðan beðið var eftir því að lenda.

Flugvél með hala í eftirdragi leitar olíu frá Egilsstöðum

Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið.

Bátur í nauðum við Skarðsfjöru

Bátur er í nauðum við Skarðsfjöru rétt hjá Hjörleifshöfða. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan. Búið er að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn. Tíu manns eru í bátnum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki hætta á manntjóni. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki borist.

Farþegar geta hugsanlega flogið aftur til Bandaríkjanna í kvöld

Farþegum flugvélarinnar með bilaða hjólabúnaðinn býðst til þess að fljúga aftur til Orlando í Bandaríkjunum strax í kvöld. Fram kom í viðtali á RÚV við Sigríði Guðmundsdóttur, sem er í teymi almannavarna á vegum Landlæknis, að farþegar gætu flogið aftur til Bandaríkjanna.

Framsóknarmaður sat nær alla nefndarfundi

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, um fundasókn alþingismanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, var sagt að Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, hefði frá áramótum setið 16 af 42 fundum en kallað inn varamann 8 sinnum. Vegna þessa vill Birkir Jón að fram komi að fundargerðir nefndarinnar sýni að fulltrúi Framsóknarflokksins hafi setið 36 fundi af þessum 42, en ekki 24 fundi.

Farþegar tóku atburðum með jafnaðargeði

Farþegar í vél Icelandair sem sveimaði yfir hafinu vestan megin við landið í allt kvöld tóku atburðinum með miklu jafnaðargeði, segir Guðjón Arngrímsson. Flugvélin var á leið til Boston en svo kom í ljós að brotnað hafi upp úr einu hjólinu.

Mikið af börnum um borð í vélinni - áfallateymi á flugvellinum

"Lendingin gekk mjög vel, í upphafi kom fram að það vantaði hluta af hjólstelli vélarinnar en upplýsingarnar voru mjög óljósar í byrjun,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, sem stýrði aðgerðum í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í kvöld, vegna öryggislendingar flugvélarinnar frá Icelandair, í viðtali við RÚV. Lendingin gekk mjög vel eins og fram hefur komið.

Vélin lent heilu og höldnu

Flugvél Icelandair sem sveimað hefur yfir hafinu vestan megin við landið er lent heilu og höldnu. Ekki var að sjá að hjólið hefði torveldað lendinguna, en það vantar eitt dekk á eitt af fjórum hjólastellum vélarinnar.

Aðflug hafið

Aðflug Icelandair flugvélarinnar er hafið. Búast má við að hún lendi á næstu mínútum. Viðbúnaður er gríðarlegur en almannavarnir telja að lendingin ætti að ganga áfallalaust fyrir sig.

Flaug lágflug yfir Keflavíkurflugvöll

Flugvél Icelandair flýgur nú annan hring eftir að hafa flogið lágflug fyrir Keflavíkurflugvöll svo sérfræðingar gætu séð lendingarbúnaðinn.

Lendingu seinkað - herþotur fljúga til móts við flugvélina

Lendingu farþegaþotunnar hefur verið seinkað, en áætlað er að hún muni lenda um tíu mínútur yfir átta í kvöld. Samkvæmt fréttastofu RÚV hafa tvær bandarískar herþotur, sem sinna loftrýmisgæslu hér á landi, verið sendar til móts við flugvélina til þess að kanna ástand lendingarbúnaðarins.

Flugslysaáætlun virkjuð

Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar hefur verið virkjuð vegna flugvélar sem missti hjól í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt tilkynningu frá Almannavörum ríkislögreglustjóra. Aðgerðastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur verið virkjuð og stýrir aðgerðum á vettvangi.

Farþegaþota þarf að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli - eitt hjól datt af

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu auk björgunarsveita hefur verið sent á Keflavíkurflugvöll vegna tilkynningar um stóra farþegaþotu af gerðinni Boeing, sem þarf að nauðlenda á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá lítur út fyrir að dekk hafi losnað af flugvélinni við flugtak. Vélin fór á loft frá Keflavík fyrr í kvöld, þegar í ljós hverskyns væri var henni snúið til baka til lendingar. Áætlað er að flugvélin lendi klukkan 19:40. Þá hefur stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð verið virkjuð

Tengsl á milli brennisteinsmengunar frá jarðvarmavirkjunum og astma

Tengsl eru á milli brennisteinsmengunar frá jarðvarmavirkjunum og astmalyfjanotkunar. Rannsókn sem nýlega var birt í alþjóðlegu vísindatímariti sýnir að fimm til tíu prósent meira er notað af astmalyfjum þegar slík mengun mælist mikil á Reykjavíkursvæðinu. Orkuveitan ætlar að styrkja frekari rannsóknir.

Guðmundur Steingrímsson: Þetta er okkar hjartans mál

"Ég varpaði þessum hugmyndum fram í lok síðasta árs, um að þeir peningar sem væru bundnir í bönkunum væru að hluta til notaðir til fjárfestinga í skapandi greinum, nýsköpun og rannsóknum sem ættu að auka á hagvöxt,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, en hann ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, komu að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í Iðnó fyrr í dag.

Vefsíða opnuð til höfuðs forseta Íslands

Ónafngreindir aðilar hafa opnað vefsíðu sem leynt og ljóst er beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Á vefsíðunni er ekkert birt annað en kafli úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem fjallar um þátt forsetans í aðdraganda að bankahruninu.

Mál Gunnars komið til Ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari kannar nú hvort grundvöllur er fyrir því að gefa út ákæru á hendur Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Áætlun um afnám hafta skilar ekki árangri

Áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta skilar ekki árangri og skaðinn af höftunum fer vaxandi dag frá degi. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Illugi var málshefjandi í umræðum um afnám gjaldeyrishafta á Alþingi í dag.

Listahátíð sett í dag

Listahátíð verður sett í Hörpu í dag með því að Retro Stefsson leikur tónlist og dansarar dansa nýtt verk með þeim. Skrúðganga var farin frá Hörpu til Ráðhússins í dag, þar sem almenningi var boðið að taka þátt. Á morgun verða myndlistaopnanir og á sunnudag mun svo rússneski píanósnillingurinnn Arcaldi Volodos leika á einleikstónleikum.

Mótmælt í Aleppo

Þúsundir mótmæla nú í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Mótmælin hófust fyrir fyrr í dag en nú þegar hefur slegið í brýnu milli aðgerðarsinna og öryggissveita.

Talað í 30 klukkustundir um stjórnarskrá

Síðari umræða um tillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrármálinu stendur nú yfir á alþingi. Þingmenn hafa talaði í tæplega þrjátíu klukkustundir um málið en fimmtán eru á mælendaskrá. Upphaflega var lagt til að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram samhliða forsetakosningunum í sumar en ekki náðist að klára umræður á tilsettum tíma. Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar lagði því fram breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október næstkomandi. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt tillöguna sem og nokkrir þingmenn Framsóknarflokks.

Þóra búin að eiga

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi er búin að eiga. Stúlka kom í heiminn klukkan sex mínútur í sjö í morgun og var 18 merkur og 55 sentimetrar. Móður og barni heilsast vel, samkvæmt upplýsingum frá Svavari Halldórssyni, föður barnsins.

Sjálfbært þorp um vind og svínaskít

Þorpið Feldheim í nágrenni Berlínar er sjálfu sér nægt um rafmagn og hita. Vindurinn og sólin knúa rafmagnstæki þorpsins, og reyndar gott betur en það. Þorpsbúar ylja sér svo við varma sem byggir á úrgangi þeirra helstu framleiðsluvöru, svínanna.

Telur al-Qaeda bera ábyrgð á árásum í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi staðið að baki sjálfsmorðssprengjuárásum í sýrlensku borginni Damaskus í síðustu viku.

Starfsfólk RÚV mun sjá um kosningaumfjöllunina

Ekki kemur til greina að fá utanaðkomandi aðila til að stýra kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins líkt og einn forsetaframbjóðendanna hefur farið fram á. Útvarpsstjóri segist hafa fullan skilning á áhyggjum forsetaframbjóðenda en ekki sé hægt að breyta sögunni.

Horfið frá stefnu sjálfstæðis- og framsóknarmanna í atvinnumálum

Jóhanna Sigurðardóttir boðaði nýjar áherslur í atvinnumálum á fundi sem hófst í Iðnó nú klukkan eitt. Hún sagði að um væri að ræða fráhvarf frá þeirri einhæfu atvinnustefnu sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hefðu stuðlað að og fólu aðallega í sér stóriðju.

Bók Helga um Fischer nýtur vinsælda

„Ég er nokkuð ánægður með þetta,“ segir Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák. Bók hans Bobby Fischer Comes Home situr í efsta sæti á vinsældarlista hins öfluga forlags New in Chess, sem gefur bókina út. Hún fjallar um heimsmeistarann sáluga Bobby Fischer, og þar er megináhersla lögð á síðustu ár hans á Íslandi.

Jóhanna kynnir fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að kynna fjárfestingaráætlun fyrir Ísland 2013 - 2015: Nýjar áherslur í atvinnumálum klukkan eitt í dag. Áætlunin var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmið áætlunarinnar er að styðja við frekari hagvöxt og aukna fjölbreytni atvinnulífs um allt land á komandi árum m.a. með eflingu rannsókna og tækniþróunar, sóknaráætlana landshluta, ferðaþjónustu, skapandi greina og græna hagkerfisins auk stóraukinna framkvæmda á vegum hins opinbera m.a. á sviði samgöngumála

Ahmadinejad óvelkominn í Ólympíuleikana

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad segist ólmur vilja mæta á Ólympíuleikana í London í sumar. Hann segir að Bretar vilji hinsvegar ekki fá hann í heimsókn. Fimmtíu íranskir íþróttamenn hafa þegar tryggt sé þátttökurétt á leikunum og segist forsetinn afar spenntur fyrir því að fylgjast með þeim á staðnum. Bresk stjórnvöld hafi hinsvegar tjáð honum að hann sé ekki velkominn til London. Hann tekur ekki fram hvort hann hafi óskað eftir því formlega að fá að mæta, og breska innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið.

Tveir þriðju umsækjenda fá ekki sumarstarf hjá borginni

Reykjavíkurborg hefur synjað nálægt tveimur þriðju umsækjenda um sumar- og afleysingastörf síðan sumarið 2009. Fjöldi umsækjenda nær tvöfaldaðist eftir efnahagshrunið, en fjöldi starfa hefur ekki breyst mikið, að undanskildu sumrinu í fyrra þegar tæplega tvö þúsund störf voru í boði. Í ár eru þau tæplega 1.400 og umsækjendur rúm fjögur þúsund.

Sjá næstu 50 fréttir