Innlent

Talað í 30 klukkustundir um stjórnarskrá

Höskuldur Kári Schram skrifar
Frá Alþingi Íslendinga.
Frá Alþingi Íslendinga. mynd/ valli.
Síðari umræða um tillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrármálinu stendur nú yfir á alþingi.

Þingmenn hafa talað í tæplega þrjátíu klukkustundir um málið en fimmtán eru á mælendaskrá. Upphaflega var lagt til að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram samhliða forsetakosningunum í sumar en ekki náðist að klára umræður á tilsettum tíma. Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar lagði því fram breytingartillögu sem gerir ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en 20. október næstkomandi.

Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt tillöguna sem og nokkrir þingmenn Framsóknarflokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×