Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. september 2025 07:32 Elfar Þór Guðmundsson og Anh Quyen Hoang eigendur Hustle Bite. Vísir/Ívar Fannar Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira