Innlent

Lendingu seinkað - herþoturnar fóru aldrei í loftið

Úr flugradar á vefnum sem sýnir flugferil vélarinnar.
Úr flugradar á vefnum sem sýnir flugferil vélarinnar.
Lendingu vélar Icelandair verður seinkað aftur. Líklega mun hún ekki lenda fyrr en í fyrsta lagi um klukkan níu. Ástæðan er enn sú sama, flugmenn vélarinnar vilja brenna meira eldsneyti.

Almannavarnir gáfu út tilkynningu fyrir skömmu þar sem fram kom að búið væri að skoða lendingarbúnað vélarinnar og allt bendir til þess að vélin geti lent með eðlilegum hætti. Engu að síður er gríðarlegur viðbúnaður á flugvellinum og á Reykjanesbrautinni.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld og hafði eftir RÚV að tvær herþotur hefðu flogið til móts við flugvélina til þess að kanna lendingarbúnaðinn. Það reyndist ekki rétt. Til stóð að þær færu í loftið en þær gerðu það ekki.

Aðstandendum er bent á að hringja í síma 1717 til að afla frekari upplýsinga en ekki í 112.


Tengdar fréttir

Flugslysaáætlun virkjuð

Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar hefur verið virkjuð vegna flugvélar sem missti hjól í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt tilkynningu frá Almannavörum ríkislögreglustjóra. Aðgerðastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur verið virkjuð og stýrir aðgerðum á vettvangi.

Flaug lágflug yfir Keflavíkurflugvöll

Flugvél Icelandair flýgur nú annan hring eftir að hafa flogið lágflug fyrir Keflavíkurflugvöll svo sérfræðingar gætu séð lendingarbúnaðinn.

Farþegaþota þarf að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli - eitt hjól datt af

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu auk björgunarsveita hefur verið sent á Keflavíkurflugvöll vegna tilkynningar um stóra farþegaþotu af gerðinni Boeing, sem þarf að nauðlenda á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá lítur út fyrir að dekk hafi losnað af flugvélinni við flugtak. Vélin fór á loft frá Keflavík fyrr í kvöld, þegar í ljós hverskyns væri var henni snúið til baka til lendingar. Áætlað er að flugvélin lendi klukkan 19:40. Þá hefur stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð verið virkjuð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×