Innlent

Farþegaþota þarf að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli - eitt hjól datt af

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu auk björgunarsveita hefur verið sent á Keflavíkurflugvöll vegna tilkynningar um stóra farþegaþotu af gerðinni Boeing, sem þarf að nauðlenda á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá lítur út fyrir að dekk hafi losnað af flugvélinni við flugtak. Vélin fór á loft frá Keflavík fyrr í kvöld, þegar í ljós hverskyns væri var henni snúið til baka til lendingar. Áætlað er að flugvélin lendi klukkan 19:40. Þá hefur stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð verið virkjuð

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum, þá er búið að lýsa yfir alvarlegasta viðbúnaðarstiginu sem hægt er að lýsa yfir á flugvellinum. Vélin var á leiðinni til Bandaríkjanna og er á vegum Icelandair. Um 200 manns eru um borð í vélinni.

Vísir mun greina betur frá málinu eftir því sem líður á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×