Innlent

Golfarar fóru að hlæja eftir að þeir meiddu litla stúlku

Gissur Sigurðsson skrifar
Tveir karlmenn, líklega um tvítugt, ógnuðu lífi og limum nokkurra barna í gær, með því að skjóta vísvitandi golfkúlum í átt að þeim, sem endaði með því að sex ára stúlka slasaðist og þeir stungu af.

Lögregla rannsakar nú atvikið sem átti sér stað við Elliðavatn. Mennirnir munu fyrst hafa slegið kúlur út í vatnið en síðan beint kúlnahríðinni að nokkrum börnum, sem þar voru í flæðarmálinu, með þeim afleiðingum að sauma þurfti sex spor í vör sex ára stúlku í hópnum. Auk þess féll hún við höggið af kúlunni og marðist á enni.

Hún fór að vonum að há gráta og segja vitni mennirnir, mennirnir hafi farið að skellihlæja, kallað börnin heimska fucking krakka og drifið svo í burt á bílnum sem þeir komu á. Talið er að það sé hvítur fólksbíll, en vitnum var svo brugðið að þau gleymdu að taka niður númerið á honum, en einbeittu sér að því að koma litlu telpunni til hjálpar. Að sögn föður telpunnar er henni illa brugðið og skilur ekki þessa mannvonsku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×