Innlent

Öryggislendingu seinkað - reyna að brenna meira eldsneyti

Frá vellinum í kvöld.
Frá vellinum í kvöld.
Aftur er búið að seinka lendingu vél Icelandair. Nú er áætlað að hún lendi rúmlega hálf níu. Flugvélin flýgur nú í hringi skammt frá landi en það mun vera til þess að brenna meira eldsneyti.

Eitt hjólasett af fjórum er bilað, og eru sérfræðingar bjartsýnir á að hún muni ná að lenda eðlilega.

Á Keflavíkurflugvelli er austanátt, um 8 metrar á sekúndu. Flugmennirnir munu vilja lenda flugvélinni á móti vindi sem þýðir að flugvélin mun lenda til austurs. Hún mun því taka aðflugið úr vestri og koma inn yfir ströndina við Hvalsnes, sunnan Sandgerðis, og lenda á austur-vestur brautinni.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum þá bendir allt til þess að vélin lendi eðlilega. Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum sagði í viðtali við RÚV að málið væri ekki jafn alvarlegt og það virtist í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×