Erlent

Ahmadinejad óvelkominn í Ólympíuleikana

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad segist ólmur vilja mæta á Ólympíuleikana í London í sumar. Hann segir að Bretar vilji hinsvegar ekki fá hann í heimsókn. Fimmtíu íranskir íþróttamenn hafa þegar tryggt sé þátttökurétt á leikunum og segist forsetinn afar spenntur fyrir því að fylgjast með þeim á staðnum. Bresk stjórnvöld hafi hinsvegar tjáð honum að hann sé ekki velkominn til London. Hann tekur ekki fram hvort hann hafi óskað eftir því formlega að fá að mæta, og breska innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×