Erlent

Telur al-Qaeda bera ábyrgð á árásum í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AFP
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi staðið að baki sjálfsmorðssprengjuárásum í sýrlensku borginni Damaskus í síðustu viku.

Árásirnar, sem áttu sér stað með stuttu millibili, eru þær mannskæðustu síðan átök hófust í landinu á síðasta ári.

Að minnsta kosti 50 létu lífið í árásunum og rúmlega 350 særðust, margir alvarlega.

Síðustu mánuði hafa yfirvöld í Sýrlandi haldið því fram að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásir í landinu og að tilgangur þeirra sér að auk á óöldina í landinu.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi hafa tekið í sama streng og lýst áhyggjum sínum vegna starfsemi al-Qaeda í Sýrlandi.

Nöfn 20 Túnisa og Líbíumanna bárust Sameinuðu Þjóðunum í dag en yfirvöld í Sýrlandi handsömuðu þá fyrr í vikunni. Mennirnir hafa allir viðurkennt tengsl sín við al-Qaeda.

Þá opinberaði Ki-moon í dag að rúmlega 10 þúsund manns hafi látist í Sýrlandi síðan stjórnarbylting hófst í landinu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×