Erlent

Mótmælt í Aleppo

Aleppo er í norðurhluta Sýrlands.
Aleppo er í norðurhluta Sýrlands. mynd/Google
Þúsundir mótmæla nú í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Mótmælin hófust fyrr í dag en nú þegar hefur slegið í brýnu milli aðgerðarsinna og öryggissveita.

Samkvæmt breska ríksútvarpinu hafa nokkrir særst í átökunum. Lítið hefur verið um átök í þessari stærstu borg Sýrlands frá því að stjórnarbylting hófst í landinu á síðasta ári.

Fyrr í þessum mánuði létust þó nokkrir stúdentar þegar óþekktir vígamenn réðust á þá. Er talið að árásin sé hvati mótmælanna í dag.

Íbúar Aleppo hafa hingað til verið hliðhollir sitjandi forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Þá er það talið nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn al-Assads að hafa stjórn á borginni, ætli hún sér að lifa byltinguna af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×