Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 16:00 Aðalsteinn Leifsson og Björg Magnúsdóttir eru meðal þeirra sem hafa verið orðuð við framboð fyrir Viðreisn í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. Spennan fyrir borgarstjórnarkosningar í vor er farin að aukast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti í vikunni að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Velta því margir fyrir sér hver leiði Viðreisn í kosningunum en flokkurinn náði góðum árangri í síðustu Alþingiskosningum og eru einn þriggja flokka í ríkisstjórn. Aðalsteinn staðfestir í samtali við Vísi að hann sé alvarlega að hugsa sig um og útilokar þannig ekki að hann muni gefa kost á sér í borginni. Aðalsteinn starfar náið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins og utanríkisráðherra sem aðstoðarmaður hennar. „Það hefur verið leitað svolítið til mín eftir að Þórdís Lóa tilkynnti um að hún ætlaði að hætta, svo ég er bara að hugsa málið,“ segir Aðalsteinn. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig flokkurinn muni raða á lista í Reykjavík en samkvæmt heimildum fréttastofu er ákall um að fram fari prófkjör og þykir líklegt að svo verði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom það flokksfólki sumu nokkuð á óvart að Þórdís Lóa ætli ekki að gefa kost á sér áfram, en ljóst er að það mun koma í hlut nýs leiðtoga flokksins í Reykjavík að leiða hann í gegnum næstu kosningar. Landsþing Viðreisnar fer fram á Grand hótel í Reykjavík um helgina þar sem komandi sveitarstjórnarkosningar verða meðal annars í deiglunni. Aðstoðaði Einar en orðuð við Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Framsóknarmannsins Einars Þorsteinssonar þegar hann var borgarstjóri, hefur einnig verið orðuð við framboð fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þá sást Björgu bregða fyrir á myndum frá opnum fundi Viðreisnar á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Ekki náðist í Björgu við vinnslu fréttarinnar. Í ágúst vakti færsla sem hún skrifaði á Facebook nokkra athygli, þar sem hún lýsir erfiðri reynslu sinni sem foreldri við það að reyna að fá leikskólapláss í Reykjavík fyrir son sinn sem er að verða þriggja ára. „Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Í fyrsta lagi finnst mér léleg þjónusta að börn komist inn á hverfisleikskóla tæplega þriggja ára. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að börnum 18 mánaða og eldri hafi verið boðin vist fyrir þennan veturinn en smáa letrið er það að margir foreldrar þurfa að keyra bæjarhluta á milli fyrir sín leikskólapláss,” skrifaði Björg meðal annars og lét sig þannig leikskólamálin í borginni varða. Róbert leiðir umræður um sveitarstjórnarmál Nafn Róberts Ragnarssonar, ráðgjafa og fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík hefur einnig borið á góma. Róbert var meðal þeirra sem komu að stofnun flokksins á sínum tíma en hann mun leiða hringborðsumræður, einmitt um sveitarstjórnarmál og komandi kosningar, á landsþingi Viðreisnar á Grand hótel um helgina. Hann kveðst í samtali við fréttastofu ekki hafa tekið neina ákvörðun um framboð. Sjálfur búi hann í Hafnarfirði en sé, þessu ótengt, í húsnæðisleit í Reykjavík um þessar mundir. Róbert Ragnarsson hefur meðal annars verið bæjarstjóri í Grindavík, en var leystur frá störfum 2016 þegar hann flutti úr sveitarfélaginu. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Spennan fyrir borgarstjórnarkosningar í vor er farin að aukast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og borgarfulltrúi til fleiri ára, tilkynnti í vikunni að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Velta því margir fyrir sér hver leiði Viðreisn í kosningunum en flokkurinn náði góðum árangri í síðustu Alþingiskosningum og eru einn þriggja flokka í ríkisstjórn. Aðalsteinn staðfestir í samtali við Vísi að hann sé alvarlega að hugsa sig um og útilokar þannig ekki að hann muni gefa kost á sér í borginni. Aðalsteinn starfar náið með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni flokksins og utanríkisráðherra sem aðstoðarmaður hennar. „Það hefur verið leitað svolítið til mín eftir að Þórdís Lóa tilkynnti um að hún ætlaði að hætta, svo ég er bara að hugsa málið,“ segir Aðalsteinn. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig flokkurinn muni raða á lista í Reykjavík en samkvæmt heimildum fréttastofu er ákall um að fram fari prófkjör og þykir líklegt að svo verði. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom það flokksfólki sumu nokkuð á óvart að Þórdís Lóa ætli ekki að gefa kost á sér áfram, en ljóst er að það mun koma í hlut nýs leiðtoga flokksins í Reykjavík að leiða hann í gegnum næstu kosningar. Landsþing Viðreisnar fer fram á Grand hótel í Reykjavík um helgina þar sem komandi sveitarstjórnarkosningar verða meðal annars í deiglunni. Aðstoðaði Einar en orðuð við Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Framsóknarmannsins Einars Þorsteinssonar þegar hann var borgarstjóri, hefur einnig verið orðuð við framboð fyrir flokkinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þá sást Björgu bregða fyrir á myndum frá opnum fundi Viðreisnar á samfélagsmiðlum fyrir örfáum vikum. Ekki náðist í Björgu við vinnslu fréttarinnar. Í ágúst vakti færsla sem hún skrifaði á Facebook nokkra athygli, þar sem hún lýsir erfiðri reynslu sinni sem foreldri við það að reyna að fá leikskólapláss í Reykjavík fyrir son sinn sem er að verða þriggja ára. „Það eru nokkur atriði sem sitja í mér. Í fyrsta lagi finnst mér léleg þjónusta að börn komist inn á hverfisleikskóla tæplega þriggja ára. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að börnum 18 mánaða og eldri hafi verið boðin vist fyrir þennan veturinn en smáa letrið er það að margir foreldrar þurfa að keyra bæjarhluta á milli fyrir sín leikskólapláss,” skrifaði Björg meðal annars og lét sig þannig leikskólamálin í borginni varða. Róbert leiðir umræður um sveitarstjórnarmál Nafn Róberts Ragnarssonar, ráðgjafa og fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík hefur einnig borið á góma. Róbert var meðal þeirra sem komu að stofnun flokksins á sínum tíma en hann mun leiða hringborðsumræður, einmitt um sveitarstjórnarmál og komandi kosningar, á landsþingi Viðreisnar á Grand hótel um helgina. Hann kveðst í samtali við fréttastofu ekki hafa tekið neina ákvörðun um framboð. Sjálfur búi hann í Hafnarfirði en sé, þessu ótengt, í húsnæðisleit í Reykjavík um þessar mundir. Róbert Ragnarsson hefur meðal annars verið bæjarstjóri í Grindavík, en var leystur frá störfum 2016 þegar hann flutti úr sveitarfélaginu.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira