Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Smári Jökull Jónsson skrifar 16. september 2025 22:06 Erna Katrín Árnadóttir og Ásta Dagmar Melsted eru ásamt fleiri foreldrum á Seltjarnarnesi ósáttar með stöðu leikskólamála í bæjarfélaginu. Vísir Foreldri á Seltjarnarnesi þurfti að segja upp vinnu sinni þar sem sonur hennar hefur ekki fengið pláss á leikskóla. Forráðamenn barna á Nesinu upplifa sig ósýnilega vegna skorts á svörum frá bæjaryfirvöldum og segja nýjan leikskóla ekki laga stöðuna. Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum. Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Foreldrar á Seltjarnarnesi eru margir orðnir langþreyttir að bíða eftir að börn þeirra fái pláss á leikskóla. Bæði er beðið eftir að ný ungbarnadeild opni við Seltjarnarneskirkju og þá hefur mönnunarvandi á leikskóla bæjarins tafið inntöku barna foreldrum til mikils ama. Opna átti nýju ungbarnadeildina við kirkjuna að loknum sumarleyfum en framkvæmdir standa enn yfir. Á leikskóla Seltjarnarness hefur ekki tekist að manna yfir tíu stöðugildi sem þýðir að börn á ungbarnaleikskóla hafa ekki geta flust þangað yfir og ný fengið pláss í staðinn. Foreldrar eru afar ósáttir með stöðu mála. „Við mættum vikulega á tímabili á bæjarskrifstofuna í kex og kaffi þar sem var sagt: Hann kemst inn og vertu ekki stressuð. Svo bara komst hann ekki inn og hér erum við í dag,“ sagði Erna Katrín Árnadóttir íbúi á Seltjarnarnesi. „Líður eins og ég sé ósýnileg“ Sonur Ernu er tæplega tveggja og hálfs árs gamall og ekki enn kominn með pláss. Hún segir stöðu mála hafa haft slæm áhrif og aukið álag geri það að verkum að foreldrar sinni hlutverkum sínum ekki eins vel og hægt væri undir eðlilegu álagi. „Foreldrar kalla eftir svörum frá bænum og segja nýjan leikskóla sem opna á 2027 ekki breyta neinu um mönnunarvandann en fyrsta skóflustunga þess húsnæðis var tekin á dögunum. Ásta Dagmar Melsted foreldri á Seltjarnarnesi segir þá frétt í raun hafa verið eins og blaut tuska í andlitið. „Ég er búinn að óska sérstaklega eftir svörum hvort það sé eitthvað eftir að styðja við okkur því hann er kominn með pláss á ungbarnaleikskólanum en ekki ennþá byrjaður og ekki komin nein dagsetning á aðlögun eða neitt. Í kjölfar þessa þurfti ég að hætta í vinnunni minni sem skilur mann eftir í algjörri óvissu og engin svör,“ segir Ásta Dagmar. Hún segist hafa sent fjölmarga pósta á bæjaryfirvöld en engin svör fengið. Hún hafi einnig spurt um heimgreiðslur sem foreldrum hafi verið lofað fyrir síðustu kosningar en það loforð hafi ekki verið staðið við. „Mér líður eins og ég sé ósýnileg, þegar þú sendir póst eftir póst en færð engin svör þá ferðu að upplifa að þetta skipti engu máli. Þetta hefur gríðarleg áhrif á hverju einasta ári á helling á fólki.“ „Við bíðum hérna ennþá“ Þá séu vinnuveitendur sífellt að spyrja hvenær foreldrarnir geti snúið aftur til vinnu sem geti þó litlu svarað. „Það eru engin svör frá bænum. Bærinn segir, eina sem vantar er skiptiborð á nýju deildina en augljóslega vantar meira upp á hérna,“ segir Flóki Þorleifsson foreldri og bendir á óklárað leiksvæðið við kirkjuna. Þegar tilkynnt var um opnun nýrrar ungbarnadeildar í vor sagði bæjarstjóri Seltjarnarness það skemmtilega sumargjöf til foreldra. Framkvæmdir bæði innan- og utanhúss hafa tafið opnunina. „Núna er kominn september og það er að koma október og enginn er kominn með svör. Þetta var mjög flott sumargjöf í „den“ en við bíðum hérna ennþá,“ sagði Erna Katrín að lokum.
Seltjarnarnes Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira