Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2025 21:00 Virgil van Dijk kom Liverpool til bjargar á ögurstundu. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tvö mörk á sex mínútum Leikurinn fór frábærlega af stað fyrir Liverpool. Tveggja marka forysta var tekin á aðeins sex mínútum og Mohamed Salah kom að báðum mörkum. Fyrra markið var stimplað mikilli heppni en þá fór aukaspyrna Salah í Andy Robertson og boltinn lak í netið. Annað markið var hins vegar engin heppni, flott samspil við Ryan Gravenberch endaði með laglegu skoti hjá Salah sem Jan Oblak kom engum vörnum við. Eftir arfaslaka byrjun tók Atlético við sér og ógnaði marki. Diego Simeone lagði upp fín færi fyrir liðsfélaga sína sem nýttu þau illa, en rétt fyrir hálfleik náðu gestirnir að minnka muninn. Llorente lék Liverpool grátt Giacomo Raspadori slapp þá inn fyrir varnarmenn Liverpool, sem virtust vera komnir með hugann að hálfleikshlénu. Hann hefði getað skotið sjálfur en gaf frekar á Marcos Llorente sem þakkaði fyrir sig og skoraði rétt áður en hálfleiksflautið gall. Seinni hálfleikur var heldur rólegur, þangað til Marcos Llorente kveikti í Anfield með jöfnunarmarki fyrir Atlético. Frábær klippa, sem fór reyndar af varnarmanni, en söng í netinu. Marcos Llorente kann vel við sig á Anfield. Ryan Crockett/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Þetta er í annað sinn sem Llorente setur tvennu á Anfield en hann skoraði eftirminnileg mörk í uppbótartíma þegar Atlético sló Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum árið 2020. Sigurmarkið skilaði sér að vana En líkt og í hinum fjórum leikjum tímabilsins tókst Liverpool að setja sigurmark á lokamínútunum. Fyrirliðinn Virgil van Dijk skallaði boltann í netið í uppbótartíma til að tryggja Liverpool sigur. Allt ætlaði um koll að keyra í fagnaðarlátunum á Anfield og Diego Simeone, þjálfari Atlético, fékk rautt spjald fyrir að segja sína skoðun á markinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn
Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Tvö mörk á sex mínútum Leikurinn fór frábærlega af stað fyrir Liverpool. Tveggja marka forysta var tekin á aðeins sex mínútum og Mohamed Salah kom að báðum mörkum. Fyrra markið var stimplað mikilli heppni en þá fór aukaspyrna Salah í Andy Robertson og boltinn lak í netið. Annað markið var hins vegar engin heppni, flott samspil við Ryan Gravenberch endaði með laglegu skoti hjá Salah sem Jan Oblak kom engum vörnum við. Eftir arfaslaka byrjun tók Atlético við sér og ógnaði marki. Diego Simeone lagði upp fín færi fyrir liðsfélaga sína sem nýttu þau illa, en rétt fyrir hálfleik náðu gestirnir að minnka muninn. Llorente lék Liverpool grátt Giacomo Raspadori slapp þá inn fyrir varnarmenn Liverpool, sem virtust vera komnir með hugann að hálfleikshlénu. Hann hefði getað skotið sjálfur en gaf frekar á Marcos Llorente sem þakkaði fyrir sig og skoraði rétt áður en hálfleiksflautið gall. Seinni hálfleikur var heldur rólegur, þangað til Marcos Llorente kveikti í Anfield með jöfnunarmarki fyrir Atlético. Frábær klippa, sem fór reyndar af varnarmanni, en söng í netinu. Marcos Llorente kann vel við sig á Anfield. Ryan Crockett/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Þetta er í annað sinn sem Llorente setur tvennu á Anfield en hann skoraði eftirminnileg mörk í uppbótartíma þegar Atlético sló Liverpool úr leik í sextán liða úrslitum árið 2020. Sigurmarkið skilaði sér að vana En líkt og í hinum fjórum leikjum tímabilsins tókst Liverpool að setja sigurmark á lokamínútunum. Fyrirliðinn Virgil van Dijk skallaði boltann í netið í uppbótartíma til að tryggja Liverpool sigur. Allt ætlaði um koll að keyra í fagnaðarlátunum á Anfield og Diego Simeone, þjálfari Atlético, fékk rautt spjald fyrir að segja sína skoðun á markinu.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn