Fleiri fréttir Vill að þjóðin kjósi um aðildarviðræður að ESB Þjóðin þarf að fá að taka afstöðu um aðild að evrópusambandinu fyrir næstu þingkosningar, jafnvel þótt aðildarsamningur liggi þá ekki fyrir. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún sagði að staða Evrópu væri mjög flókin og vandasöm og vandséð að það sé skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið núna. Það var Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Svandísi út í afstöðu hennar í málinu. Eftir að Svandís hafði svarað sagði Illugi að yfirlýsingar hennar fælu í sér stórpólitísk tíðindi. 18.5.2012 11:00 Uppsögn þung fyrir reksturinn Uppsögn Ásmundar Friðrikssonar sem bæjarstjóra í Garði kostar bæjarfélagið tugi milljóna. Kostnaður vegna uppsagnarinnar nemur stórum hluta af tekjum sveitarfélagsins. 18.5.2012 11:00 Um 130 kannabisplöntur fundust í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 130 kannabisplöntur við húsleit í Garðabæ í fyrrakvöld. Á sama stað var einnig lagt hald hald á nokkur hundruð grömm af kannabisefnum. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu og viðurkenndi jafnframt sölu fíkniefna. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. 18.5.2012 09:32 Skaut golfkúlu í sjö ára stúlku - sjö spor saumuð Lögregla rannsakar nú atvik sem átti sér stað við Elliðavatn, þegar golfkúlu var skotið í andlit sjö ára stúlku með þeim afleiðingum að sauma þurfti sjö spor í vör hennar. 18.5.2012 08:16 Sömu skólarnir ítrekað í efstu sætunum Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda við skólann skiptast eftir því úr hvaða framhaldsskóla nemendurnir koma. Munurinn á skólunum er ekki afgerandi en sumir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. 18.5.2012 08:00 Skaut flugeldum á bíl og kýldi síðan farþegann Logandi flugeldum var kastað út úr bíl á ferð á annan bíl, sem líka var á ferð eftir Reykjanesbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bílsins, sem varð fyrir flugeldaárásinni reyndi í ofboði að komast undan með því að beygja út á vegslóða og forða sér, en slóðinn endaði þannig að hann komst í sjálfheldu. 18.5.2012 07:09 Dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um þrjú prósent á Íslandi milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur fram í frétt Umhverfisstofnunar. Losun gróðurhúsaloftegunda nam 4,5 milljónum tonna árið 2010 en mest var hún fimm milljónir tonn árið 2008. Minni eldsneytisnotkun við fiskveiðar, í vegasamgöngum og byggingarstarfsemi er talin helsta ástæða þess að dregið hefur úr losun gróðurhúsaloftegunda hér á landi. 18.5.2012 16:00 Strandstígar ekki á dagskrá Ekki er gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni á Arnarnesi í þeirri tillögu að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Í Fréttablaðinu sagði frá því að samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæinn eiga landeigendur ströndina en ekki bærinn. 18.5.2012 11:00 Obama vill að Merkel breyti um áherslur Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu. 18.5.2012 10:44 Konur eru betri bílstjórar en karlar - staðfest Bandarískt tryggingafyrirtæki hefur nú afsannað þá gömlu fullyrðingu að konur séu verri bílstjórar en karlmenn. Í raun er þessu þveröfugt farið. Í viðamikilli rannsókn sem tryggingafélagið 4autoinsurancequote.com lét gera, var farið ítarlega yfir málið og kannað hvort einhver munur væri á tjónum á meðal karla og kvenna. 18.5.2012 08:28 Beðið eftir að þjófur skili demanti sem hann gleypti Maður sem grunaður er um að hafa gleypt afar verðmætan demant er í haldi lögreglunnar í Windsor í Kanada en þar á bæ bíða menn eftir því að demanturinn skili sér. Demanturinn er talinn vera um tveggja og hálfrar milljónar virði en kauði var að skoða demantinn í verslun þegar hann skipti honum út fyrir eftirlíkingu og gleypti hinn eina og sanna. 18.5.2012 08:11 Tóku dópsala í Breiðholti Lögreglan handtók í gærkvöldi karlmann í Breiðholti, grunaðann um fíkniefnasölu. Við leit á honum fundust fíkniefni í smásöluumbúðum og er maðurinn vistaður í fangageymslum þar til hann hann verður yfirheyrður nánar í dag. 18.5.2012 08:08 Mannskætt rútuslys í Víetnam Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni. 18.5.2012 08:07 Fimm teknir úr umferð í gær ölvaðir eða dópaðir Fimm ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu á aðeins þremur klukkustundum í gærkvöldi og fram yfir miðnætti, vegna ölvunaraksturs eða aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru ölvaðir og tveir dópaðir. 18.5.2012 08:04 Slökkviliðið hefur lokið störfum Slökkviliðið hefur lokið við að gera sýru hlutlausa sem lak niður í efnaverksmiðjunni Mjöll-Frigg í Hafnarfirði. Eiturefnabíll slökkviliðsins var kallaður á staðinn og að sögn varðstjóra reyndist auðvelt að eiga við lekann, sem reyndist ekki mikill. 18.5.2012 08:02 Bensínið lækkar Atlantsolía lækkaði bensínverð um tvær krónur í morgun og dísillítrann um þrjár krónur. Bensínlítrinn kostar nú liðlega 255 krónur og dísillítrinn tæpar 254 krónur. 18.5.2012 07:44 Sýruleki hjá Mjöll-Frigg Sýra virðist hafa lekið út í sápuverksmiðjunni Mjöll-Frigg í Hafnarfirði í morgun. Boð bárust til slökkviliðsins um klukkan sex og taldi starfsmaður Securitas sig finna torkennilega lykt í húsinu. Þegar eiturefnasérfræðingar mættu á vettvang kom í ljós að einhverskonar sýra hefur lekið út. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að gera hana hlutlausa með öðrum efnum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu stendur ekki til að rýma svæðið í kringum verksmiðjuna. 18.5.2012 07:21 Jeppafólk í vandræðum við Þingvelli Björgunarsveit Landsbjargar á Laugarvatni var kölluð út um miðnætti til að aðstoða fólk í föstum jeppa á vegslóða í grennd við Gjábakkaveg, austur af Þingvöllum. Þar var krapi og aurbleyta og ekki ætlast til að menn ækju þar um. Björgunarmenn náðu bílnum upp og fylgldu honum niður á þjóðveg 18.5.2012 07:13 Segir vitnum bæði mútað og hótað Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, lýsir samúð sinni með fólki í Síerra Leóne, sem orðið hefur fyrir þjáningum af völdum glæpa. 18.5.2012 06:00 Shell hefur ekkert viðurkennt Olíufyrirtækið Shell ber ábyrgð á stórfelldri olíumengun á óseyrum Nígeríufljóts, sem staðið hefur yfir áratugum saman. 18.5.2012 06:00 Sextán fornbílar í lúxusferð um Ísland Í júníbyrjun getur fólk átt von á því að sjá á þjóðvegum landsins 16 lúxusfornbíla á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, með viðkomu á mörgum helstu ferðamannastöðum. Þarna verður á ferð hópur ferðamanna á vegum franska fornbílaklúbbsins Imperial Rallye. 18.5.2012 06:00 Pappírstunna við öll heimili Í byrjun júní verður komin blá sorptunna fyrir pappír við öll heimili í Kópavogi. „Markmiðið er að hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar,“ segir í frétt á vef Kópavogsbæjar sem með þessu er sagður verða fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa slíkum tunnum til allra íbúa. - gar 18.5.2012 05:00 Folaldið var nefnt álfunum til heiðurs „Við nefndum folaldið Álf sem smá virðingarvott við þessa nýju fjölskyldu sem sest er að hérna í Eyjum“, segir Gunnar Árnason, eigandi Hestaleigunnar Lukku í Vestmannaeyjum. Svo bar við að hryssan Gæfa frá Lágafelli kastaði fallegu folaldi í skjóli við álfasteininn í garði Árna Johnsen. Árni flutti steininn til Eyja á þriðjudag en steinninn var settur niður við íbúðarhús hans, Höfðaból. 18.5.2012 04:00 Atvinnurekstri skipt út fyrir atvinnulíf Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) skipti um nafn á aðalfundi í vikunni og heitir nú Félag kvenna í atvinnulífinu. Á sama fundi var ákveðið að félagið LeiðtogaAuður yrði framvegis starfrækt sem fagdeild innan FKA. 18.5.2012 03:15 Hér má sjá hvernig heiðagæs vegnar við Kárahnjúka Viðamiklar rannsóknir á áhrifum stórframkvæmdanna á Austurlandi á síðasta áratug þykja einstakar í heiminum en hartnær fimmtíu þættir eru til skoðunar. Þegar framkvæmdirnar hófust við Kárahnjúka og á Reyðarfirði settu Landsvirkjun og Alcoa í gang svokallað sjálfbærniverkefni til að fylgjast með áhrifunum en fjallað var um stöðu þess á fundi í Reykjavík í vikunni. 17.5.2012 22:30 Utanaðkomandi einstaklingar stýri kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi vill að utanaðkomandi einstaklingar verði fengnir til að stýra kosningaumfjöllum Ríkisútvarpsins til að tryggja það að hún verði hlutlaus. 17.5.2012 19:47 Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar mætir ekki á fundi Af þeim fjörutíu og tveimur fundum sem haldnir hafa verið í efnahags- og viðskiptanefnd á árinu hefur varaformaður nefndarinnar, Þráinn Bertelsson, mætt á fjóra. Hann mætti síðast á fund þann átjánda janúar. 17.5.2012 18:48 Donna var mjög viðkunnaleg og laus við stjörnustæla "Þetta var mjög viðkunnaleg ung kona þegar ég kynntist henni og það voru aldrei neinir stjörnustælar í henni, jafnvel þegar hún var orðin heimsfræg,“ segir Þórir Baldursson tónskáld, sem vann mikið með Donnu Summer og útsetti mörg af hennar frægustu lögum. Donna lést í dag, 63 ára að aldri. 17.5.2012 17:43 Donna Summer látin Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést. 17.5.2012 16:40 Ólafur Ragnar fundaði með forseta Tékklands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Václav Klaus, forseti Tékklands, funduðu í morgun um þróun mála í Evrópu, afleiðingar fjármálakreppunnar fyrir efnahagslíf álfunnar og hvort stöðugleiki kunni að skapist á evrusvæðinu. Fundurinn, sem haldinn var í Pragkastala, var upphaf opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Tékklands. Að loknum viðræðum forsetanna var fundur hinnar íslensku sendinefndar og tékkneskra ráðamanna; sátu hann, auk Össurar Skarphéðinssoar utanríkisráðherra, embættismenn utanríkisráðuneytisins og forsetaskrifstofunnar. 17.5.2012 15:59 Bráðabirgðastjórn tekin við völdum Bráðabirgðaríkisstjórn tók til starfa í Grikklandi í dag. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn eftir að kosið var í byrjun maí. Búist er við því að kosið verði að nýju um miðjan júní. 17.5.2012 14:12 Réttarhöldum yfir Mladic frestað Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar. 17.5.2012 12:26 Fatasöfnunardagur Rauða krossins er í dag Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land í dag, uppstigningardag. Á höfuðborgarsvæðinu verða fatagámar við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, á Álftanesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ. Á landsbyggðinni verður tekið á móti fötum, skóm og vefnaðarvöru á móttökustöðvum Eimskips Flytjanda, en fatasöfnunin er unnin í samstarfi við Eimskip. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fataverkefnið sé orðið eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins og skilaði 84 milljónum á síðasta ári. 17.5.2012 12:00 Bjarni fundaði með utanríkisráðherra Breta William Hague utanríkisráðherra Bretlands segir það almennt sjónarmið ríkjanna innan Evrópusambandsins að færeyingar og íslendingar séu of stífir þegar kemur að samningaviðræðum um makríldeiluna svokölluðu. Þetta segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sem fundaði með ráðherranum í London í gær. Þeir ræddu einnig evrukrísuna og stöðuna sem komin er upp vegna erfiðleika grikkja. 17.5.2012 11:31 Fljótandi lúxushótel við Skarfabakkann Skemmtiferðaskipið Crystal Serenity lagði að höfn við Skarfabakka við Reykjavíkur um klukkan hálfátta í morgun með rúmlega eitt þúsund farþega. Þeir sem standa að komu skipsins segja að það sé fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Ísland í sumar en skipið. Crystal Serenity er fljótandi 5 stjörnu lúxushótel og með glæsilegustu skemmtiferðaskipum sem siglir um höfin. Skipið er 68 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1080 farþega. Áhöfn telur 635 manns. Crystal Serenity kemur hingað frá St. John's á Nýfundnalandi en skipið er í heimsreisu. 17.5.2012 10:10 Fólksfækkun ógnar framtíðarrekstri Orkubús Vestjarða Fækkun íbúa á Vestfjörðum er stærsta ógnin við framtíðarrekstur Orkubús Vestfjarða. Þetta sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í aðalfundi fyrirtækisins. Á Reykhólavefnum er fjallað um þessa fækkun, og að með áframhaldandi þróun í þessa átt verði enginn íbúi eftir á Vestfjörðum að 50 árum liðnum. Kristján segir að stjórnvöld verði tafarlaust að grípa til aðgerða til að hindra frekari eyðingu byggðar, og nefnir þar fyrst bættar samgöngur og jöfnun búsetukostnaðar. 17.5.2012 10:01 Mladic segist enga glæpi hafa framið Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. 17.5.2012 00:15 Sigur Rós með hlustunarpartý í kvöld Alþjóðlegt hlustunarpartý hefst á netinu í dag á nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtari. Klukkan sjö í öllum tímabeltum heimsins geta aðdáendur sveitarinnar farið inn á heimasíðu sveitarinnar: <http://www.sigur-ros.co.uk/> og hlustað á plötuna í heild sinni. Aðdáendur sveitarinnar eru hvattir til að tísta og pósta myndum á Instagram frá hlustunarpartýunum sínum með #valtarihour auðkenninu. 17.5.2012 17:08 17 stiga hiti í veðurkortunum eftir helgi Kuldakastið sem verið hefur á landinu undanfarna daga er á undanhaldi og hefur hitastig á landinu komist yfir tíu gráður á nokkrum stöðum suðaustanlands í dag. Hlýjast hefur verið á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Öræfajökuls. 17.5.2012 16:54 Leiguverð hækkað um 10% á einu ári Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum á vef Þjóðskrár. Hækkun síðasta mánuðinn nemur hins vegar einungis 0,6% og hækkunin síðustu þrjá mánuði nemur 1,8%. Hækkunina má sjá með því að skoða vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem var 113 stig i síðasta mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. 17.5.2012 16:29 Of Monsters and Men mæta til Jay Leno Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men mun verða í Tonight Show, spjallþætti Jays Leno, þann 29. júní næstkomandi. Á fésbókarvegg hljómsveitarinnar segjast hljómsveitarmeðlimir vera mjög spenntir fyrir þessu. 17.5.2012 15:12 Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, fyrrverandi eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. 17.5.2012 09:51 Fimmtán teknir fyrir að pissa á almannafæri Fimmtán manns voru kærðir fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur í nótt, það er að hafa kastað af sér vatni á almannafæri í miðborginni. Nóttin var annars nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Brotist var inn í heimahús í austurborginni og munum stolið. Unglingspiltar eru grunaðir um innbrotið og eru þeir í haldi lögreglu. Til stendur að yfirheyra þá núna. 17.5.2012 09:13 Verður á launum til febrúar 2015 Bæjarstjórinn í Sveitarfélaginu Garði las um það á netinu að til stæði að segja honum upp störfum. Uppsögn bæjarstjóra var einn af fjórum dagskrárliðum sem auglýstir voru á aukafundi bæjarstjórnar Garðs sem fram fór í gærkvöldi. 17.5.2012 11:00 Þriðja besta kerfið í Evrópu lHeilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt könnun fyrirtækisins Health Consumer Powerhouse sem vinnur meðal annars með framkvæmdastjórn ESB. Könnunin byggir á ýmsum breytum, meðal annars aðgengi og fjölbreytni þjónustu. 17.5.2012 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vill að þjóðin kjósi um aðildarviðræður að ESB Þjóðin þarf að fá að taka afstöðu um aðild að evrópusambandinu fyrir næstu þingkosningar, jafnvel þótt aðildarsamningur liggi þá ekki fyrir. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hún sagði að staða Evrópu væri mjög flókin og vandasöm og vandséð að það sé skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið núna. Það var Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði Svandísi út í afstöðu hennar í málinu. Eftir að Svandís hafði svarað sagði Illugi að yfirlýsingar hennar fælu í sér stórpólitísk tíðindi. 18.5.2012 11:00
Uppsögn þung fyrir reksturinn Uppsögn Ásmundar Friðrikssonar sem bæjarstjóra í Garði kostar bæjarfélagið tugi milljóna. Kostnaður vegna uppsagnarinnar nemur stórum hluta af tekjum sveitarfélagsins. 18.5.2012 11:00
Um 130 kannabisplöntur fundust í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 130 kannabisplöntur við húsleit í Garðabæ í fyrrakvöld. Á sama stað var einnig lagt hald hald á nokkur hundruð grömm af kannabisefnum. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu og viðurkenndi jafnframt sölu fíkniefna. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. 18.5.2012 09:32
Skaut golfkúlu í sjö ára stúlku - sjö spor saumuð Lögregla rannsakar nú atvik sem átti sér stað við Elliðavatn, þegar golfkúlu var skotið í andlit sjö ára stúlku með þeim afleiðingum að sauma þurfti sjö spor í vör hennar. 18.5.2012 08:16
Sömu skólarnir ítrekað í efstu sætunum Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda við skólann skiptast eftir því úr hvaða framhaldsskóla nemendurnir koma. Munurinn á skólunum er ekki afgerandi en sumir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. 18.5.2012 08:00
Skaut flugeldum á bíl og kýldi síðan farþegann Logandi flugeldum var kastað út úr bíl á ferð á annan bíl, sem líka var á ferð eftir Reykjanesbraut á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bílsins, sem varð fyrir flugeldaárásinni reyndi í ofboði að komast undan með því að beygja út á vegslóða og forða sér, en slóðinn endaði þannig að hann komst í sjálfheldu. 18.5.2012 07:09
Dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um þrjú prósent á Íslandi milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur fram í frétt Umhverfisstofnunar. Losun gróðurhúsaloftegunda nam 4,5 milljónum tonna árið 2010 en mest var hún fimm milljónir tonn árið 2008. Minni eldsneytisnotkun við fiskveiðar, í vegasamgöngum og byggingarstarfsemi er talin helsta ástæða þess að dregið hefur úr losun gróðurhúsaloftegunda hér á landi. 18.5.2012 16:00
Strandstígar ekki á dagskrá Ekki er gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni á Arnarnesi í þeirri tillögu að deiliskipulagi sem nú liggur fyrir hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Í Fréttablaðinu sagði frá því að samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir bæinn eiga landeigendur ströndina en ekki bærinn. 18.5.2012 11:00
Obama vill að Merkel breyti um áherslur Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu. 18.5.2012 10:44
Konur eru betri bílstjórar en karlar - staðfest Bandarískt tryggingafyrirtæki hefur nú afsannað þá gömlu fullyrðingu að konur séu verri bílstjórar en karlmenn. Í raun er þessu þveröfugt farið. Í viðamikilli rannsókn sem tryggingafélagið 4autoinsurancequote.com lét gera, var farið ítarlega yfir málið og kannað hvort einhver munur væri á tjónum á meðal karla og kvenna. 18.5.2012 08:28
Beðið eftir að þjófur skili demanti sem hann gleypti Maður sem grunaður er um að hafa gleypt afar verðmætan demant er í haldi lögreglunnar í Windsor í Kanada en þar á bæ bíða menn eftir því að demanturinn skili sér. Demanturinn er talinn vera um tveggja og hálfrar milljónar virði en kauði var að skoða demantinn í verslun þegar hann skipti honum út fyrir eftirlíkingu og gleypti hinn eina og sanna. 18.5.2012 08:11
Tóku dópsala í Breiðholti Lögreglan handtók í gærkvöldi karlmann í Breiðholti, grunaðann um fíkniefnasölu. Við leit á honum fundust fíkniefni í smásöluumbúðum og er maðurinn vistaður í fangageymslum þar til hann hann verður yfirheyrður nánar í dag. 18.5.2012 08:08
Mannskætt rútuslys í Víetnam Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni. 18.5.2012 08:07
Fimm teknir úr umferð í gær ölvaðir eða dópaðir Fimm ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu á aðeins þremur klukkustundum í gærkvöldi og fram yfir miðnætti, vegna ölvunaraksturs eða aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru ölvaðir og tveir dópaðir. 18.5.2012 08:04
Slökkviliðið hefur lokið störfum Slökkviliðið hefur lokið við að gera sýru hlutlausa sem lak niður í efnaverksmiðjunni Mjöll-Frigg í Hafnarfirði. Eiturefnabíll slökkviliðsins var kallaður á staðinn og að sögn varðstjóra reyndist auðvelt að eiga við lekann, sem reyndist ekki mikill. 18.5.2012 08:02
Bensínið lækkar Atlantsolía lækkaði bensínverð um tvær krónur í morgun og dísillítrann um þrjár krónur. Bensínlítrinn kostar nú liðlega 255 krónur og dísillítrinn tæpar 254 krónur. 18.5.2012 07:44
Sýruleki hjá Mjöll-Frigg Sýra virðist hafa lekið út í sápuverksmiðjunni Mjöll-Frigg í Hafnarfirði í morgun. Boð bárust til slökkviliðsins um klukkan sex og taldi starfsmaður Securitas sig finna torkennilega lykt í húsinu. Þegar eiturefnasérfræðingar mættu á vettvang kom í ljós að einhverskonar sýra hefur lekið út. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að gera hana hlutlausa með öðrum efnum. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu stendur ekki til að rýma svæðið í kringum verksmiðjuna. 18.5.2012 07:21
Jeppafólk í vandræðum við Þingvelli Björgunarsveit Landsbjargar á Laugarvatni var kölluð út um miðnætti til að aðstoða fólk í föstum jeppa á vegslóða í grennd við Gjábakkaveg, austur af Þingvöllum. Þar var krapi og aurbleyta og ekki ætlast til að menn ækju þar um. Björgunarmenn náðu bílnum upp og fylgldu honum niður á þjóðveg 18.5.2012 07:13
Segir vitnum bæði mútað og hótað Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, lýsir samúð sinni með fólki í Síerra Leóne, sem orðið hefur fyrir þjáningum af völdum glæpa. 18.5.2012 06:00
Shell hefur ekkert viðurkennt Olíufyrirtækið Shell ber ábyrgð á stórfelldri olíumengun á óseyrum Nígeríufljóts, sem staðið hefur yfir áratugum saman. 18.5.2012 06:00
Sextán fornbílar í lúxusferð um Ísland Í júníbyrjun getur fólk átt von á því að sjá á þjóðvegum landsins 16 lúxusfornbíla á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, með viðkomu á mörgum helstu ferðamannastöðum. Þarna verður á ferð hópur ferðamanna á vegum franska fornbílaklúbbsins Imperial Rallye. 18.5.2012 06:00
Pappírstunna við öll heimili Í byrjun júní verður komin blá sorptunna fyrir pappír við öll heimili í Kópavogi. „Markmiðið er að hvetja til endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar,“ segir í frétt á vef Kópavogsbæjar sem með þessu er sagður verða fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að dreifa slíkum tunnum til allra íbúa. - gar 18.5.2012 05:00
Folaldið var nefnt álfunum til heiðurs „Við nefndum folaldið Álf sem smá virðingarvott við þessa nýju fjölskyldu sem sest er að hérna í Eyjum“, segir Gunnar Árnason, eigandi Hestaleigunnar Lukku í Vestmannaeyjum. Svo bar við að hryssan Gæfa frá Lágafelli kastaði fallegu folaldi í skjóli við álfasteininn í garði Árna Johnsen. Árni flutti steininn til Eyja á þriðjudag en steinninn var settur niður við íbúðarhús hans, Höfðaból. 18.5.2012 04:00
Atvinnurekstri skipt út fyrir atvinnulíf Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) skipti um nafn á aðalfundi í vikunni og heitir nú Félag kvenna í atvinnulífinu. Á sama fundi var ákveðið að félagið LeiðtogaAuður yrði framvegis starfrækt sem fagdeild innan FKA. 18.5.2012 03:15
Hér má sjá hvernig heiðagæs vegnar við Kárahnjúka Viðamiklar rannsóknir á áhrifum stórframkvæmdanna á Austurlandi á síðasta áratug þykja einstakar í heiminum en hartnær fimmtíu þættir eru til skoðunar. Þegar framkvæmdirnar hófust við Kárahnjúka og á Reyðarfirði settu Landsvirkjun og Alcoa í gang svokallað sjálfbærniverkefni til að fylgjast með áhrifunum en fjallað var um stöðu þess á fundi í Reykjavík í vikunni. 17.5.2012 22:30
Utanaðkomandi einstaklingar stýri kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi vill að utanaðkomandi einstaklingar verði fengnir til að stýra kosningaumfjöllum Ríkisútvarpsins til að tryggja það að hún verði hlutlaus. 17.5.2012 19:47
Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar mætir ekki á fundi Af þeim fjörutíu og tveimur fundum sem haldnir hafa verið í efnahags- og viðskiptanefnd á árinu hefur varaformaður nefndarinnar, Þráinn Bertelsson, mætt á fjóra. Hann mætti síðast á fund þann átjánda janúar. 17.5.2012 18:48
Donna var mjög viðkunnaleg og laus við stjörnustæla "Þetta var mjög viðkunnaleg ung kona þegar ég kynntist henni og það voru aldrei neinir stjörnustælar í henni, jafnvel þegar hún var orðin heimsfræg,“ segir Þórir Baldursson tónskáld, sem vann mikið með Donnu Summer og útsetti mörg af hennar frægustu lögum. Donna lést í dag, 63 ára að aldri. 17.5.2012 17:43
Donna Summer látin Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést. 17.5.2012 16:40
Ólafur Ragnar fundaði með forseta Tékklands Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Václav Klaus, forseti Tékklands, funduðu í morgun um þróun mála í Evrópu, afleiðingar fjármálakreppunnar fyrir efnahagslíf álfunnar og hvort stöðugleiki kunni að skapist á evrusvæðinu. Fundurinn, sem haldinn var í Pragkastala, var upphaf opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Tékklands. Að loknum viðræðum forsetanna var fundur hinnar íslensku sendinefndar og tékkneskra ráðamanna; sátu hann, auk Össurar Skarphéðinssoar utanríkisráðherra, embættismenn utanríkisráðuneytisins og forsetaskrifstofunnar. 17.5.2012 15:59
Bráðabirgðastjórn tekin við völdum Bráðabirgðaríkisstjórn tók til starfa í Grikklandi í dag. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn eftir að kosið var í byrjun maí. Búist er við því að kosið verði að nýju um miðjan júní. 17.5.2012 14:12
Réttarhöldum yfir Mladic frestað Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar. 17.5.2012 12:26
Fatasöfnunardagur Rauða krossins er í dag Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land í dag, uppstigningardag. Á höfuðborgarsvæðinu verða fatagámar við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, á Álftanesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ. Á landsbyggðinni verður tekið á móti fötum, skóm og vefnaðarvöru á móttökustöðvum Eimskips Flytjanda, en fatasöfnunin er unnin í samstarfi við Eimskip. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fataverkefnið sé orðið eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins og skilaði 84 milljónum á síðasta ári. 17.5.2012 12:00
Bjarni fundaði með utanríkisráðherra Breta William Hague utanríkisráðherra Bretlands segir það almennt sjónarmið ríkjanna innan Evrópusambandsins að færeyingar og íslendingar séu of stífir þegar kemur að samningaviðræðum um makríldeiluna svokölluðu. Þetta segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sem fundaði með ráðherranum í London í gær. Þeir ræddu einnig evrukrísuna og stöðuna sem komin er upp vegna erfiðleika grikkja. 17.5.2012 11:31
Fljótandi lúxushótel við Skarfabakkann Skemmtiferðaskipið Crystal Serenity lagði að höfn við Skarfabakka við Reykjavíkur um klukkan hálfátta í morgun með rúmlega eitt þúsund farþega. Þeir sem standa að komu skipsins segja að það sé fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Ísland í sumar en skipið. Crystal Serenity er fljótandi 5 stjörnu lúxushótel og með glæsilegustu skemmtiferðaskipum sem siglir um höfin. Skipið er 68 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1080 farþega. Áhöfn telur 635 manns. Crystal Serenity kemur hingað frá St. John's á Nýfundnalandi en skipið er í heimsreisu. 17.5.2012 10:10
Fólksfækkun ógnar framtíðarrekstri Orkubús Vestjarða Fækkun íbúa á Vestfjörðum er stærsta ógnin við framtíðarrekstur Orkubús Vestfjarða. Þetta sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í aðalfundi fyrirtækisins. Á Reykhólavefnum er fjallað um þessa fækkun, og að með áframhaldandi þróun í þessa átt verði enginn íbúi eftir á Vestfjörðum að 50 árum liðnum. Kristján segir að stjórnvöld verði tafarlaust að grípa til aðgerða til að hindra frekari eyðingu byggðar, og nefnir þar fyrst bættar samgöngur og jöfnun búsetukostnaðar. 17.5.2012 10:01
Mladic segist enga glæpi hafa framið Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. 17.5.2012 00:15
Sigur Rós með hlustunarpartý í kvöld Alþjóðlegt hlustunarpartý hefst á netinu í dag á nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtari. Klukkan sjö í öllum tímabeltum heimsins geta aðdáendur sveitarinnar farið inn á heimasíðu sveitarinnar: <http://www.sigur-ros.co.uk/> og hlustað á plötuna í heild sinni. Aðdáendur sveitarinnar eru hvattir til að tísta og pósta myndum á Instagram frá hlustunarpartýunum sínum með #valtarihour auðkenninu. 17.5.2012 17:08
17 stiga hiti í veðurkortunum eftir helgi Kuldakastið sem verið hefur á landinu undanfarna daga er á undanhaldi og hefur hitastig á landinu komist yfir tíu gráður á nokkrum stöðum suðaustanlands í dag. Hlýjast hefur verið á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Öræfajökuls. 17.5.2012 16:54
Leiguverð hækkað um 10% á einu ári Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10% síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum á vef Þjóðskrár. Hækkun síðasta mánuðinn nemur hins vegar einungis 0,6% og hækkunin síðustu þrjá mánuði nemur 1,8%. Hækkunina má sjá með því að skoða vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem var 113 stig i síðasta mánuði. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. 17.5.2012 16:29
Of Monsters and Men mæta til Jay Leno Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men mun verða í Tonight Show, spjallþætti Jays Leno, þann 29. júní næstkomandi. Á fésbókarvegg hljómsveitarinnar segjast hljómsveitarmeðlimir vera mjög spenntir fyrir þessu. 17.5.2012 15:12
Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, fyrrverandi eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. 17.5.2012 09:51
Fimmtán teknir fyrir að pissa á almannafæri Fimmtán manns voru kærðir fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur í nótt, það er að hafa kastað af sér vatni á almannafæri í miðborginni. Nóttin var annars nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Brotist var inn í heimahús í austurborginni og munum stolið. Unglingspiltar eru grunaðir um innbrotið og eru þeir í haldi lögreglu. Til stendur að yfirheyra þá núna. 17.5.2012 09:13
Verður á launum til febrúar 2015 Bæjarstjórinn í Sveitarfélaginu Garði las um það á netinu að til stæði að segja honum upp störfum. Uppsögn bæjarstjóra var einn af fjórum dagskrárliðum sem auglýstir voru á aukafundi bæjarstjórnar Garðs sem fram fór í gærkvöldi. 17.5.2012 11:00
Þriðja besta kerfið í Evrópu lHeilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt könnun fyrirtækisins Health Consumer Powerhouse sem vinnur meðal annars með framkvæmdastjórn ESB. Könnunin byggir á ýmsum breytum, meðal annars aðgengi og fjölbreytni þjónustu. 17.5.2012 11:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent