Erlent

Rekinn úr skóla vegna hárklippingar

Hárklippingin umdeilda.
Hárklippingin umdeilda. mynd/AP
Umdeild hárklipping sem varð til þess að tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum var rekinn úr skólanum hefur nú vakið hrifningu meðal körfuboltamanna.

Patrick Gonzalez er afar hrifinn körfubolta. Hann heldur með San Antonio Spurs og uppáhalds leikamaðurinn hans er Matt Bonner.

Fyrir nokkru ákvað Patrick að votta Bonner virðingu sína og rakaði andlit hans á höfuð sitt. Patrick sagði AP fréttaveitunni að Bonner væri í uppáhaldi hjá sér einfaldlega vegna þess að hann væri rauðhærður, rétt eins og hann sjálfur.

Matt Bonnermynd/NBA
Skólayfirvöld í Woodlake Hills gagnfræðiskólanum voru þó ekki hrifinn.

Patrick var umsvifalaust vikið úr skólanum — klippingin þótti óviðeigandi. Pilturinn fékk síðan að setjast aftur á skólabekk eftir að hann rakaði af sér hárið.

En leikmenn San Antonio Spurs komust fljótt á snoðir um málið. Þeir ákváðu að bjóða Patrick og fjölskyldu hans á næsta leik liðsins.

„Við verðum að styðja við bakið á þeim rauðhærðu," sagði Bonner. „Sérstaklega í NBA deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×