Fleiri fréttir

Innbrot í heimahús - yfirbuguðu ölvaðan ræningja

Brotist var inn í heimahús í vesturborginni í gærkvöldi og þaðan stolið 52 tommu sjónvarpstæki, leikjatölvu og sjónvarpsflakkara. Tilkynnt var um innbrotið á tólfta tímanum, en þjófurinn var á bak og burt með þýfið, og er hans leitað.

Áætla verklok í júlímánuði

Vinna er að hefjast við breytingar á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu-Kaffistofunnar, að því er fram kemur á vef Vegagerðar Íslands. „Unnið verður við frágang við Litlu-Kaffistofuna og einnig verður akbrautin í austur breikkuð og lagfærð,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Fram kemur að verkinu eigi að ljúka í júlí næstkomandi, samkvæmt áætlun. „Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.“- óká

Fimm strandveiðibátar dregnir í land

Fimm strandveiðibátar voru dregnir til hafna í gær, eftir vélabilanir um borð í þeim. Í öllum tilvikum tóku aðrir fiskibátar þá í tog og var ekkert björgunarskip Landsbjargar kallað út, enda veður gott og engin hætta á ferðum. Fjölmargir strandveiðibátar hafa streymt á miðin í nótt, enda gott sjóðveður umhverfis landið.

Bólusetning gegn svínaflensu ótengd fósturláti

Bólusetning þungaðra kvenna með lyfinu Pandemrix gegn svínainflúensu veldur ekki fósturláti, er niðurstaða danskrar rannsóknar. Rannsóknarniðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti British Medical Journal (BMJ) þann 2. maí. Þetta kemur fram í frétt á vef landlæknis.

Mistókst að mynda stjórn

„Við reyndum allt mögulegt,“ sagði Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu.

Óvíst að saksókn efnahagsbrota eftir hrunið skili miklu

Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir bankahrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir bankahrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þetta segir Paul Larsson, prófessor við Politihøgskolen í Ósló, en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag.

Eðlilegt að taka eitt skref í einu

Unnið var að því í gær að stofna íslenskt félag í eigu fjárfestingafélags kínverska athafnamannsins Huangs Nubo, segir Halldór Jóhannsson, umboðsmaður Huangs á Íslandi.

Sótti óvart um geitahald í Hafnarfirði

„Ég verð að leiðrétta þetta við bæinn,“ segir Jóhann Davíð Barðason sem sótti óvart um leyfi til að halda tvær geitur við hús í útjaðri Hafnarfjarðar.

Lyf ræktað í gulrótum er komið í sölu

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi.

Hvergerðingar bjarga forsætisráðuneytinu

„Við bara rigguðum upp hér dagskrá fyrir einn æðsta mann í heimi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem sjálf var fjarri góðu gamni 21. apríl síðastliðinn þegar óvenjuleg ósk barst frá forsætisráðuneytinu.

Ekki leið til að stilla til friðar

Þingkosningar fóru fram í Sýrlandi í gær. Bashar Assad forseti segir kosningarnar mikilvægar til að koma á umbótum í landinu en uppreisnarmenn segja þær marklausan blekkingarleik sem ekki muni koma á friði í landinu.

Vitlaus þjóðsöngur spilaður - söng hann bara sjálf

Hvað áttu að gera þegar þú vinnur til gullverðlauna og vitlaus þjóðsöngur fer í loftið? Þú gætir hugsanlega tekið míkrafóninn og sungið hann bara sjálfur. Það gerði allavega einn keppandi á Ítalíu á dögunum.

Frakki á feykihraða

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði franskan ferðamann á Snæfellsnesvegi í kvöld á 118 kílómetra hraða en þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu á ökumaðurinn 50 þúsund króna sekt yfir höfði sér. Lögregla segir að þeir ökumenn sem hafi verið teknir á síðustu dögum hafi verið að mælast á meiri hraða en síðustu mánuði. Það er líklega vegna þess að betra veður er úti og þá eiga ökumenn það til að stíga fastar á bensíngjöfina, að sögn varðstjóra.

Sóley búin að prófa Boot Camp: "Takk samt fyrir boðið"

"Ég er búin að prófa Boot Camp, ég gerði það árið 2007. Þannig takk samt fyrir boðið, ég er í fínu formi þrátt fyrir að vera ekki hjá þeim," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna í borgarstjórn. Arnaldur Birgir Konráðsson, annar eiganda Boot Camp, skoraði á Sóleyju að koma og prufa einn tíma hjá þeim í samtali við Vísi í dag.

Raunhæft að leggja einkabílnum

Borgarstjóri segir eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu gefa fólki raunhæfan kost á að leggja einkabílnum. Vonast er til að tilraunaverkefni sem skrifað var undir í dag komi til með að fjölga strætisvagnafarþegum verulega.

Níu sinnum þurft að innkalla vörur

Það sem af er ári hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur níu sinnum þurft að innkalla matvörur þar sem skortur er á merkingu um að vara innihaldi efni sem geta valdið ofnæmi eða óþoli. Dæmi er um að barn hafi fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa borðað smáköku sem innihélt hnetur en ekkert stóð á umbúðunum.

"Við erum heimsmeistarar"

"Við erum heimsmeistarar og komum til með að halda hátíð líkt og er alltaf gert þegar heimsmeistarar koma heim. Þessu verður fagnað, ég lofa því," segir Kormákur Geirharðsson, annar eiganda Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Bríó bjórinn, sem var þróaður sérstaklega af Borg Brugghúsi í samstarfi við þá félaga, bar sigur úr býtum í sínum flokki í World Beer Cup 2012, sem fram fór í Kaliforníu á dögunum.

Lítið um rottur í Reykjavík - eiginlega viðburður að sjá þær

"Það er nú óhætt að segja að rottur í Reykjavík séu ekki stórvandamál, það er eiginlega orðinn viðburður að fólk sjái þær,“ segir Guðmundur Björnsson, rekstrarstjóri meindýravarna Reykjavíkurborgar, en íbúi á Grettisgötunni náði magnaðri mynd af rottu í gluggakistu á Grettisgötunni og ketti sem fylgist með henni.

Eigandi Boot Camp býður Sóleyju í prufutíma

Boot Camp er bara venjuleg líkamsræktarstöð og á ekkert skylt við hernað, segir Arnaldur Birgir Konráðsson, annar eigenda Boot Camp, í samtali við Vísi. Vinstri græn hafa lagst gegn því að Boot Camp fái aðstöðu í húsi Fornbílaklúbbsins á Rafstöðvarvegi. Telja VG að ekki fari vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkasrækt með herbúðarsniði.

Stærðar rotta skelfdi kött

"Hún var allavega svo stór að kötturinn var skíthræddur við hana," sagði íbúi á Grettisgötunni sem rakst á stærðar rottu fyrir framan heimili nágranna síns í Reykjavík á frídag verkamanna í síðustu viku. Rottan var sprellifandi og ekki frýnileg að sjá. Kötturinn sem sést á myndinni gerði sig líklegan nokkrum sinnum til þess að gera atlögu að rottunni en lét aldrei verða að því. Eftir nokkra stund lét rottan sig hverfa.

Hótaði unglingi með hníf og rændi fermingjagjöfinni

Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar vopnað rán sem átti sér stað í Hafnarfirði á föstudagskvöldinu. Fjórtán ára drengur var þá rændur IPhone-síma þegar hann mætti hettuklæddum einstaklingi. Það var mbl.is sem greindi frá því að ungur maður hefði ógnað 14 ára dreng með hníf í Hafnarfirði á áttunda tímanum á föstudagskvöldið. Þeir voru þá staddir á Vesturgötunni í Hafnarfirði.

Fagna skýrari ramma um smálán - telja þó frumvarpið ganga of langt

"Ég fagna því að það sé verið að setja lög um þessa starfsemi með skýrari hætti en áður hefur verið gert, það verður kannski til þess að gróusögur um starfsemina hætta,“ segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður smálánafyrirtækisins Kredia, en á forsíðu Fréttablaðsins í dag var greint frá því að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, telji mikilvægt að koma böndum á smálánafyrirtæki, "þannig að það sé öllum ljóst á hvaða kjörum þessi lán séu og hvaða réttarstöðu menn hafa," eins og Steingrímur orðar það í fréttinni.

Ætla að stórefla almenningssamgöngur

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu í dag undir samkomulag um 10 ára tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. tilgangur verkefnisins er að tvöfalda hlutdeild almenningssamgagna á höfuðborgarsvæðinu, lækka samgöngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Elduðu ofan í Gordon Ramsey

Jakob Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins eldaði nú um helgina fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsey, en Gordon var við veiðar í sjóbirtingsánni Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur. Þetta kemur fram á vefnum Freisting.is.

Vinstri grænir leggjast gegn heræfingum í Elliðaárdal

Vinstri grænir í Reykjavíkurborg leggjast gegn því að Boot Camp fái aðstöðu í gamla húsnæði Fornbílaklúbbsins neðst í Elliðaárdal fyrir æfingaaðstöðu. DV greindi frá því á síðasta ári að Sjöstjarnan ehf, félag Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, hefði keypt hús af Fornbílaklúbbi Reykjavíkur. Hann leigði það til fyrirtækisins BootCamp og verður það notað undir líkamsræktarstöð. Í frétt DV kom jafnframt fram að kaupin væru háð þeim fyrirvara að borgaryfirvöld samþykki breytingar á deiliskipulagi á lóðinni. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi má eingöngu vera safn í húsinu.

Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi

Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf.

Íslenskir lífeyrissjóðir sakaðir um rányrkju

Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eiga verksmiðjutogarann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vesturströnd Afríku frá árinu 2007. Í frétt um málið í DV í dag kemur fram að lífeyrissjóðirnir sem um ræði séu Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stapi, Stafir og Sameinaði líeyirssjóðurinn.

Forsetinn sendi Hollande heillaóskir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun François Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands, heillaóskir og kveðjur frá íslensku þjóðinni í tilefni af sögulegum sigri. Í kveðjunni áréttar forseti að samvinna Íslendinga og Frakka eigi sér djúpar sögulegar rætur; frönsk menning, listir og vísindi hafi haft ríkuleg áhrif á íslenskan samtíma.

Jón fullyrðir að þjóðin sé á móti hugmyndum Nubo

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður VG segir á bloggi sínu í dag að hvorki íslenska ríkisstjórnin né sú kínverska geti hrósað happi yfir að vera "laus við innanríkisráðherrann Ögmund Jónasson". Jón vísar þarna í mál kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo sem áformar að leigja Grímsstaði á Fjöllum af sveitarstjórnum á svæðinu.

Óttast glundroða eftir kosningarnar í Grikklandi

Mikið fylgishrun stjórnarflokkanna í Grikklandi einkenndi niðurstöður þingkosninganna þar í landi um helgina. Fréttaskýrendur óttast glundroða í landinu á næstunni því erfitt er að koma auga á meirihluta fyrir nýja stjórn landsins.

Viðbúið að kvótafrumvörpin taki breytingum

Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir viðbúið að kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar taki breytingum meðförum nefndarinnar. Nefndin mun funda um málið í dag en nær allar umsagnir um frumvörpin hingað til hafa verið neikvæðar.

Æfðu viðbrögð við stórslysi

Umfangsmikil viðbragðsæfing samkvæmt flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll fór fram á laugardaginn. Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á eða við Keflavíkurflugvöll. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir vegna flugslyss eru prófaðir með reglubundnum hætti. Líkt var eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkurflugvelli og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samhæfingu og virkni áætlunarinnar. Æfingin er umfangsmesta viðbragðæfing vegna flugsamgangna sem haldin er í landinu með reglubundnum hætti.

Cameron vill nána samvinnu við Hollande

David Cameron, forsætisráðherra Breta, heitir því að vinna mjög náið með Francois Hollande, nýkjörnum forseta Frakklands. Cameron hringdi í Hollande í gær til að óska honum til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum sem fram fóru í gær.

Fundu póstkort sem Hitler sendi 27 ára gamall

Póstkort sem Adolf Hitler skrifaði árið 1916, þá 27 ára gamall, fannst nýlega í dánarbúi. Á þessum tíma var Hitler hermaður í þýska hernum á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstryjöldinni.

Koma böndum á smálánin

Þrjú ný smálánafyrirtæki hafa tekið til starfa á síðustu mánuðum og bítast nú fimm fyrirtæki um markaðinn. Nýju fyrirtækin bjóða hærri fjárhæðir til láns en þau sem fyrir voru.

Engin undanþága fyrr en ráðherra fær svör

Félag kínverska athafnamannsins Huangs Nubo þarf að veita starfandi iðnaðarráðherra svör um umhverfis- og skipulagsmál áður en hún getur tekið ákvörðun um hvort félagið fær undanþágu til að leigja land á Grímsstöðum á Fjöllum.

Putin tekur formlega við forsetaembættinu í dag

Valdimir Putin tekur formlega við embætti sem forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Moskvu í dag. Þar með tekur Putin aftur við þessu embætti eftir fjögurra ára fjarveru.

Mikil aukning á mansali innan ESB

Sérstök skrifstofa Evrópusambandsins sem berst gegn mansali hefur sett í gang ítarlega rannsókn á umfangi mansals innan sambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir