Mistókst að mynda stjórn 8. maí 2012 05:00 Evangelos Venizelos, leiðtogi Pasok, gekk í gær á fund Antonis Samaras, leiðtoga Nýs lýðræðis.nordicphotos/AFP „Við reyndum allt mögulegt,“ sagði Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Eftir þingkosningarnar á sunnudag er flokkur hans orðinn fjölmennasti flokkurinn á gríska þinginu og fékk í krafti þess umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Það tókst ekki og því fær næststærsti flokkurinn, Syriza, bandalag róttækra vinstri flokka, umboðið. Karolos Papoulias forseti ætlar að funda með Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza, í dag. Hann hefur þó aðeins þrjá daga til þess að mynda stjórn. Flokkurinn hefur sagst stefna að því að mynda vinstri stjórn í landinu til þess að hafna fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í núverandi mynd. Takist það ekki fær jafnaðarmannaflokkurinn Pasok að spreyta sig, og ef ekkert gengur þá fær forseti landsins það hlutverk að kalla leiðtoga allra flokka á sinn fund í von um að geta komið saman þjóðstjórn. Skili sú tilraun engu þá verður að efna til kosninga á ný, og yrðu þær þá væntanlega haldnar strax í júní. Dagsetningin 17. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Vandinn er sá að um svipað leyti þurfa grísk stjórnvöld að skila af sér nákvæmri áætlun um niðurskurð upp á 14,5 milljarða evra fyrir árin 2013 og 2014. Í júní stendur einnig til að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiði Grikkjum 30 milljarða evra innborgun inn á neyðarlánin, sem eiga að tryggja að gríska ríkið geti borgað næstu afborganir af óheyrilegum skuldum sínum. Vinstri flokkarnir þrír, Pasok, Syriza og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn, eru aðeins með 112 þingmenn samtals og geta því ekki myndað meirihlutastjórn án þess að fá fjórða flokkinn til að slást í hópinn. Hvorki Kommúnistaflokkurinn né nýnasistar þykja stjórntækir og flokkur Sjálfstæðra Grikkja yrði væntanlega frekar óútreiknanlegur í stjórnarsamstarfi. Allir þessir flokkar hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir vilji semja um breytingar á skilmálum fjárhagsaðstoðarinnar frá ESB og AGS, einnig flokkarnir tveir sem voru við völd nú í vetur og sömdu um skilmálana. Líkurnar á því að stjórnmálakreppan í landinu dýpki enn og að aðrar kosningar verði haldnar í júní aukast því. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
„Við reyndum allt mögulegt,“ sagði Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Eftir þingkosningarnar á sunnudag er flokkur hans orðinn fjölmennasti flokkurinn á gríska þinginu og fékk í krafti þess umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Það tókst ekki og því fær næststærsti flokkurinn, Syriza, bandalag róttækra vinstri flokka, umboðið. Karolos Papoulias forseti ætlar að funda með Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza, í dag. Hann hefur þó aðeins þrjá daga til þess að mynda stjórn. Flokkurinn hefur sagst stefna að því að mynda vinstri stjórn í landinu til þess að hafna fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í núverandi mynd. Takist það ekki fær jafnaðarmannaflokkurinn Pasok að spreyta sig, og ef ekkert gengur þá fær forseti landsins það hlutverk að kalla leiðtoga allra flokka á sinn fund í von um að geta komið saman þjóðstjórn. Skili sú tilraun engu þá verður að efna til kosninga á ný, og yrðu þær þá væntanlega haldnar strax í júní. Dagsetningin 17. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Vandinn er sá að um svipað leyti þurfa grísk stjórnvöld að skila af sér nákvæmri áætlun um niðurskurð upp á 14,5 milljarða evra fyrir árin 2013 og 2014. Í júní stendur einnig til að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn greiði Grikkjum 30 milljarða evra innborgun inn á neyðarlánin, sem eiga að tryggja að gríska ríkið geti borgað næstu afborganir af óheyrilegum skuldum sínum. Vinstri flokkarnir þrír, Pasok, Syriza og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn, eru aðeins með 112 þingmenn samtals og geta því ekki myndað meirihlutastjórn án þess að fá fjórða flokkinn til að slást í hópinn. Hvorki Kommúnistaflokkurinn né nýnasistar þykja stjórntækir og flokkur Sjálfstæðra Grikkja yrði væntanlega frekar óútreiknanlegur í stjórnarsamstarfi. Allir þessir flokkar hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir vilji semja um breytingar á skilmálum fjárhagsaðstoðarinnar frá ESB og AGS, einnig flokkarnir tveir sem voru við völd nú í vetur og sömdu um skilmálana. Líkurnar á því að stjórnmálakreppan í landinu dýpki enn og að aðrar kosningar verði haldnar í júní aukast því. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira