Innlent

Elduðu ofan í Gordon Ramsey

Guðjón Albertsson, Gordon Ramsey og Jakob Magnússon á Horninu.
Guðjón Albertsson, Gordon Ramsey og Jakob Magnússon á Horninu.
Jakob Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins eldaði nú um helgina fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsey, en Gordon var við veiðar í sjóbirtingsánni Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur. Þetta kemur fram á vefnum Freisting.is.

Á vefnum segir frá því að Gordon hafi sjálfur fiskaði 13 væna sjóbirtinga og þar af voru 10 og 12 punda boltar. Með honum er stór hópur, þ.e. yfirkokkar og aðrir yfirmenn á veitingastöðum hans eða átta talsins, en allt í allt voru þarna 14 manns, þ.e. þyrluflugmaður, leiðsögumaður og aðrir.

Báða dagana var eldaður síðbúinn hádegisverður um klukkan 15:00 og fyrri daginn var elduð þriggja rétta máltíð:

Forréttur

Reykt og grafið lamb með gráðosti, valhnetum, klettasalati, hunangsperum og sýrðum rjóma.

Aðalréttur

Sjóbirtingur og bleikja, reykskotin í filmu með bankabyggi frá Ólafi frá Þorvaldseyri, sítrus combo og íslensk repjuolía.

Eftirréttur:

Bláberjaskyrkaka í krukku með Sandholts súkkulaði, bláberjum og bláberjafroðu.

Seinni daginn bauð Jakob upp á tveggja rétta máltíð:

Forréttur

Bleikja og hörpuskel með ferskum kryddjurtum í seiðandi fiskisúpu, borið fram með bjórbrauði, hrærðu smjöri og djúpsteiktum harðfisk.

Aðalréttur

Grillað og hægeldað lambafille frá Hunkubökkum með smælki marningi, sultuðum rauðlauk, dúpsteiktum geitaosti og döðlugljáa.

„Við notuðum hráefni beint frá býli eins og mögulega var", sagði Jakob í samtali við freisting.is, en Þórarinn Kristinsson eigandi af árinnar og fiskeldisbóndi kynnti meðal annars bleikjueldið sitt og hefur Gordon hug á því að nota íslenska Bleikju á veitingastað sínum í London.

„Vinur minn Þórarinn hefur í gegnum árin bjallað í mig og fengið mig til að elda þegar frægt fólk kemur að veiða í Tungulæknum og mér til halds og traust var gamli neminn minn frá Horninu hann Guðjón „Jonni" Albertsson," sagði Jakbob aðspurður hvernig það kom til að hann eldaði fyrir stjörnukokkinn Gordon Ramsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×