Innlent

Strandveiðibátar streyma aftur á miðin

Strandveiðibátar hafa streymt á miðin í nótt, eftir þriggja daga helgarstopp.

Á aðeins einni klukkustund, á milli klukkan fjögur og fimm í nótt, héldu 200 bátar til veiða og er búist við að um það bil 800 skip og bátar verði á veiðum umhvrfis landið í dag.

Afli hefur verið góður hjá strandveiðibátum, einkum á svæðinu frá Snæfellsnesi og inn i Ísafjarðardjúp og klára bátar á því svæði væntanlega mánaðarkvóta sinn í þessari viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×